Búfræðingurinn - 01.01.1942, Qupperneq 174
172
B Ú F B /K 1) I N (; U B I N N ____________
sannar ekki neitt um raunverulegt fóðurgildi þessarar jurt-
ar, því að líklegt er, að græðgi búfjárins í arfann stafi oftast
af því, að það sé þyrst og þyki því gott að éta arfann með
öðru þurrara fóðri. Það er t. d. alþekkt, að kýr eru mjög gráð-
ugar í fófnakál, en það er mjög vatnsauðugt og fátækt af
næringarefnum, samanborið við þyngd. Arfinn er vafalítið
léleg fóðurjurt. Auk þess er erfitt að verka hann, hvort sem
er í þurrheyi eða votheyi. Loks er hættulegt að gefa hann,
eftir að hann fer að þroska fræ á sumrin, því að nokkuð af
þeim kemst óskemmt í gegnum meltingarfæri búfjárins og
í áburðinn. Sprettur þá upp af honum arfi þar, sem hann er
borinn á. Auk þess geta arfafræ borizt með vindi og á annan
hátt, þaðan sem hann vex. Það er því ekki nóg að taka arf-
ann, þar sem hann vex í görðum og i túni, hann má hvcrgi
ciga friðland.
Frá Guðmundi Benediktssyni, Ökrum í Mýrasýslu, hafa
Búfr. borizt eftirfarandi spurningar:
(i. Hversu djúpt er hæfilegt að hafa vatn i uppistöðu, þeg-
ar gróðurinn er fitjungur og þegar hann er gulstör?
Svar: Hlutfallslega um 25 og 35 cm.
b. Hversu lengi er gróður að bregtast á fitjum (gulstör að
koma í stað fitjungs), ef starungur er þar, sem fil og flói
mætist?
Svar: Þetta hefur ekki verið rannsakað, svo að ég viti, hér
á landi, en oftast mun þetta taka mjög langan tíma, nema
því aðeins að mannshöndin hjálpi náttúrunni til, t. d. með
því að gróðursetja gulstararhnaúsa í landið.
c. Hversu lengi mun lientugt að lciia vatn liggja á enginu
samfleytt, meðan gróðurinn er fitjungur?
Svar: Ávallt skal þá nota voráveitu og láta vatnið standa
á enginu í 6—8 vikur.
d. Kemur að notum að sá smáragrasi i gróin tún (sand-
tún) án þess að plægja og herfa?
Svar: Samkvæmt tilraunum við tilraunastöðina á Akur-
eyri virðist mega vænta árangurs af smárasáningu á gróið
tún á 2. og 3. ári eftir sáningu. Gk'asrótin er særð lítið eitt
með herfi, smáranum sáð, minnst 20 kg á ha, síðan er dreift
yfir örlitlu af finni mold eða haustbreiddum áburði og loks
valtað. Hel'ur þetta gefið á þriðja ári allt að 50% vaxtarauka.
G. J.