Búfræðingurinn - 01.01.1942, Qupperneq 175
Frá bændaskólanum á Hvanneyri.
Kennslan.
Hjörtur Jónsson lét af kenuara- og ráðsmannsstarfi vorið 1941
og fluttist frá Hvanneyri. Ráðsmaður er nú Guðmundur Jóhannes-
son frá Herjólfsstöðum i V.-Skaftafellssýslu. Að öðru leyti visast um
kennslu til skólaskýrslunnar aftar í ritinu.
IIúreikninganámskeið voru haldin haustin 1940 og 1941. Þátt-
lakendur voru hlutfallslega 13 og 10, jjar af 9 af nemendum skól-
ans, hvort árið. Eftirlitsnámskeið fyrir eldri deild skólans var
haldið veturinn 1941—1942. Kennari var Gunnar Árnason húfræði-
kandídat.
Nemendur.
Veturinn 1940—1941 voru (>() nemendur i skólanum, en velur-
inn 1941—1942 voru jjeir 57, í eldri deild 31 og i yngri deild 20. Þeir
skiptast þannig eflir sýslum: Ur Gullbringu- og Kjósarsýslu og N,-
ísafjarðarsýslu 7, N.-Múlasýslu (>, Rangárvallasýslu 5, Borgarfjarðar-
sýslu og Eyjafjarðarsýslu 4, Mýrasýslu og Húnavatnssýslu 3, Aust-
ur-Skaftafellssýslu, Arnessýslu, Dalasýslu, Barðastrandarsýslu,
Strandasýslu og S.-Múlasýslu 2, V.-Skaftafellssýslu, Snæfellsnessýslu,
V.-ísafjarðarsýslu, Skagafjarðarsýslu, S.- og N.-Þingeyjarsýslum 1.
Nemendur hafa þvi verið úr öllum sýslum landsins nema Vest-
mannaeyjum. Tveir nemendur urðu að hverfa frá námi vegna veik-
índa, annar um miðjan vetur, hinn rétt fyrir próf.
Skólabúið selur nenicmlum fæði og þjónustu.
í'élagsskapur veturinn 1941—1942.
f málfundafélaginu Fram hafa verið haldnir 12 fundir, þegar
þetta er ritað (15. marz), líklega 1 eftir. Á þessum fundum hafa
tekið til máls 18 nemendur úr eldri deild, þar af 11 á 5 fundum
eða fleiri, og 10 úr yngri deild, þar af 4 á 5 fundum og fleiri.
Kvásir hefur komið út 11 sinnum með um 29 greinar og kvæði. í
málfundafélagi eldri deildar, Eflingru, hafa alls verið haldnir 12
fundir. 23 af nemendum eldri deildar hafa tekið ]>átt í umræðum
á þessuin fundum, þar af 11 á fleiri fundum cn 5. í málfundafélagi
yngri deildar, Hvöt, hafa verið lialdnir 15 fundir. Til máls hafa
tekið 23 nemendur yngri deildar, þnr af 14 á fleiri fundum en 5.
Af 57 nemeiidum skólans hafa þá alls tckið þátt í umræðum á