Búfræðingurinn - 01.01.1942, Side 178
17(5
B Ú F R Æ Ð I N G U B I N N
Ég um skóla Laugalands
litið eitt vil segja.
Fyrir þann mæta meyjafans
myndi ég glaður deyja.
Ferðin var öll hin ánægjulegasta, til gamans og gagns fyrir alla
þátttakendur, og vil ég fyrir hönd þeirra þakka hinum mörgu, er
tóku með gestrisni á móti okkur og greiddu götu okkar.
Góðir g-estir.
Veturinn 1940 1941 komu hingað þessir menn og fluttu erindi:
Pétur Sigurðsson erindreki, Gunnar Bjarnason ráðunautur (um
lirossarækt), Hákon Bjarnason skógræktarstjóri (um skógrækt) og
H. J. Hólmjárn ráðunautur. Auk þess fluttu tveir sendimenn frá
S. B. S. erindi, þeir Helgi Sænnmdsson og Magnús Jónsson. Sumarið
1941 sýndi Guðlaugur Rósinkranz yfirkennari hér íslandskvikmynd
samvinnufélaganna. Veturinn 1941-—1942 fluttu hér erindi Pétur
Sigurðsson og Steindór Björnsson efnisvörður landsímans, en skóg-
ræktarstjóri sýndi kvikmyndirnar „Þú ert móðir vor kær“ og „Blöm-
móðir bezta“.
Síðast en ekki sizt ber að geta þess, að Hólamenn undir stjórn
Vigfúsar Helgasonar kennara heimsóttu okluir vorið 1940. Er það
nú orðin föst venja, að bændaskólarnir heimsæki hVor annan einu
sinni á ári til skiptis.
Ungmeyjarnar úr Borgarnesi og af næstu hæjum við Hvanneyri
liafa heimsótt okkur eftir venju nokkrum sinnum hvorn vetur.
Aldrei hefur þeirra verið brýnni þörf en í vetur, því að óvenju fátt
danskvenna er á Hvanneyri nú. Borgarnesdömurnar hafa lika þýð-
ingu fyrir Hvanneyringa nú og „frænkurnar" á Hvítárvöllum höfðu,
meðan mjólkurskólinn var þar. En nú er auðveldara að komast frá
Borgarnesi til Hvanneyrar en var frá Hvítárvöllum í þá daga vegna
bættra samgangna.
Ýmislegt.
Vorið og sumarið 1941 var barnaheimili á Hvanneyri. Voru
börnin um 60. Forstöðukona var ungfrú Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
í síðasta árg. Búfr. er skýrt frá helztu framkvæmdum 1940—
1941. Þess skal getið, að inn í frásögnina hefur slæðzt prentvilla
um lengd skurðar þess, er vatnið i vatnsorkustöðina er leitt eftir.
A þar að vera 1200 m i stað 200 m. Af framkv. 1941 skal þetta nefnt:
Sáðsléttur 6580 m2, framræsluskurðir 539 m3, hnausræsi 576 in,
fjárgirðing 4670 m og flóðgarðar 1758 m. Fjárgirðingin liggur þvert
yfir Hvanneyrarland skammt fyrir sunnan túnið, en flóðgarðurinn
er sjóvarnargarður niður við Hvítárós.