Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 181
Frá Hólum í Hjaltadal.
Kennarar: Þeir eru hinir sönm og undanfarin ár að öðru leyti
en því, að Baldur Guðmundsson trésmiðakennari gat ekki sinnt
þvi starfi í vetur sökum heilsubilunar.
Nemendur: 1 skólann komu í haust 44 nemendur, 22 í eldri
deild og 22 í yngri deild.
Tveir nemendur yngri deildar hafa hætt námi vegna heilsu-
bilunar. Nemendur eru úr 12 sýslum og 3 kaupstöðum. Skiptast
lieir eftir sýslum sem liér segir:
Skagafirði 10, N.-ísafjarðarsýshi 5, Eyjafjarðarsýslu 4, Húna-
vatnssýslu 4, S.-Þingeyjasýslu 4, Árnessýslu 3, Rangárvallasýslu
3, Barðastrandarsýslu 2, V.-ísafjarðarsýslu 2, Akureyri 2, Dalasýslu
1, ísafirði 1, N.-Þingeyjarsýlu 1, N.-Múlasýslu 1, Reykjavík 1.
Knattspyrnunámskeiffi er nýlokið hjá íþróttafélagi Hólaskóla.
Það var haldið að tillilutun Iþróttasambands íslands. Kennari var
Axel Andrésson knattspyrnuþjálfari. Námskeiðið hófst 8. janúar og
var lokið 23. febrúar. Þátttakendur voru 50, skólapiltar og kenn-
arar. Kennslan var bæði bókleg og verkleg og árangurinn af nám-
skeiðinu ágætur, svo að nú eru 2 góð knaltspyrnulið á Hólum.
29 af þátttakendunum tóku dómarapróf. í námskeiðslok var knatt-
spyrnumynd T. S. í. sýnd tvisvar fyrir fullu húsi. Er mikill áhugi
fyrir knattspyrnu meðal nemenda og alnienn ánægja yfir þvi, að
í. S. í. skuli senda kennara í þessari iþróttagrein.
Skólabúið. Sumarið 1941 var heyskapur ó Hólum 2000 heslburð-
ir af töðu og 800 hestburðir af útlveyi. Kartöfluuppskera var 80 tn.
og rófur 200 tunnur. Bústofn skólahúsins var síðastliðin áramót sem
hér segir: 34 nautgripir, þar af 24 kýr og kelfdar kvigur, hitl naut
og ungviði, 84 liross, þar-af 44 tamin, 320 kindur og 100 hænsni.
Haustið 1940 var öllu sauðfé skólabúsins fargað vegna garna-
veiki. Þá voru keypt 210 lömb austan úr Þingeyjarsýslu og Eyja-
firði, og var það öll sauðfjáreign búsins i fyrra vetur. Sauðkindur
jiessar hafa dafnað vel. Þær voru vigtaðar 10. október 1941, og var
meðalþungi gimbranna þá 00 kg, og þyngsti hrúturinn vó 100 kg.
Tæpur helmingur gimhranna átti lömb, og gengu þær með þau
yfir sumarið. 10. október reyndist meðalþungi gimbrarlambanna
39 kg. í haust voru keypl 70 lömb norðan úr Öxnadal.
Meðalnyt fullmjólka kúa er líkt og undaiifarið 2800 1.
Ýmislegt. Verknámsferð var farin dagana 14. til 17. júní. Farið
var um Eyjafjörð og Þingeyjarsýslu. Ferðin heppnaðist ágætlega
og varð þátttakendum til fróðleiks og skemmtunar. Fararstjóri var
Kristján Karlsson.
Barnaheimili var rekið á Hólum frá 23. mai til 3. septeinber.