Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 195
BÚFRÆÐINGURINN
193
Til athugunar fyrir umsækjendur um skólavist.
Inntökuskilyrði, samkvæmt reglugerð bændaskólanna, eru ])essi:
1. að umsækjandi sé fuilra 18 ára; þó getur skólastjóri veitt
undanþágu frá þessu, ef sérstakar ástæður mæla með því;
2. að hann hafi unnið minnst eitt ár við landbúnað eftir ferm-
ingu;
3. að hann hafi óflekkað mannorð og sé ekki lialdinn smitandi
sjúkdómi;
4. að hann hafi ábyrgð fullveðja manns fyrir allri greiðslu á
þeim kostnaði, er stafar af dvöl hans í skólanum. Ef sérstak-
ar ástæður eru fyrir hendi, getur skólastjóri veitt undanþágu
frá þessu skilyrði.
Námstíminn er 3 misseri, tveir vetur og eitt sumar. Bókleg
kennsla byrjar 15. október ár hvert, og þurfa ])á allir nýsveinar
að vera komnir í skólann. Á tímabilinu frá h. u. b. 20. apríl til h. u. b.
15. okt. fer aðallega fram verkleg kennsla. Nemendur hafa frítt uppi-
hald, fæði og þjónustu hinn síðari velur gegn vinnu sinni í ve.rk-
náminu og að auki 100.00 kr., ef þeir ljúka námi. Hægt er að veita
nemendum heimfararleyfi um hásláttinn, li. u. 1). 2 mánuði, ef sér-
stakar heimilisástæður mæla með þvi. Þá ])arf umsækjandi, um leið
og hann sendir umsókn sína, að óska eftir slíku. Fái hann heim-
fararleyfið, verður hann að kosta sig að fullu siðari veturinn.
Umsóknir um skólavist þurfa að vera komnar til skólastjóra
fyrir lok ágústmánaðar ár hvert. Með umsókn skulu fylgja vottorð
um, að inntökuskilyrðum sé fullnægt. Öll neyzla áfengis og tóbaks
er bönnuð i skólanum.
í byrjun hvers skólaárs fer fram læknisskoðun á öllum nem-
endum. Koini þá í ljós, að einhver sé haldinn næmum sjúkdómi,
sem geti orðið hinum nemendunum til skaða, verður hann að víkja
úr skólanum. Þess vegna eiga uinsækjendur að láta lækni skoða sig,
áður en þeir leggja af stað, til þess að eiga ekki á hættu að verða
látnir fara heim aftur.
Kennslubækur, sem notaðar eru við skólann, ásamt ritföngum
og öðru, er að kennslunni lýtur, fást á staðnum. Nemendur verða
að hafa með sér sængurföt og íveruföt til skipta, sem eiga að vera
vel merkt ug í góðu standi, þegar þeir afhenda þau þjónustu sinni
að liaustinu. Saumgarn og bætur á föt sín leggja nemendur til.
Iíf umsækjendur eiga reiðhjól, skauta og skíði, ættu þeir að taka það
með sér hingað. Þeir, sem senda farangur sinn sjóveg, þurfa að
merkja liann greinilega:
(Nafn nemandans).
Hvanneyri, Borgarnes, um Reykjavik.
Runólfur Sveinsson skólastjóri.
13