Ritmennt - 01.01.2003, Síða 14
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
heimsmynd stjörnufræðinnar og hugmyndir hans um rúm og
tíma og innsta eðli efnisins. Jafnframt verður leitast við eftir
föngum að setja þessar hugmyndir í rétt samhengi. En fyrst verð-
ur farið nokkrum orðum um Björn, nám hans og störf.
Fyrstu skrefin
Það hefur sennilega verið gæfa Björns Gunnlaugssonar að honum
var neitað um slcólavist í Bessastaðaslcóla vegna fátæktar [52]. í
skólanum, sem var eini lærði slcólinn á íslandi á þeim árum, var
nefnilega lögð áhersla á allt önnur fræði en þau, sem hugur
Björns stóð cinkum til, en það voru stærðfræðilegar lærdómslist-
ir. Svo slæmt var ástandið á Bessastöðum í þessu efni, að skóla-
piltar lærðu aðeins einföldustu undirstöðuatriði talnareiknings,
og varð það meðal annars til þess, að allt til ársins 1826 voru
stúdentar frá Bessastaðaskóla undanþegnir prófi í stærðfræði í
inntölcuprófinu (examen artium) við Hafnarháslcóla.2
Þegar Bessastaðaslcóli vildi elcki talca við Birni, var hann sett-
ur til náms í tvö ár hjá séra Halldóri Ámundasyni (1773-1843).
Þar las hann lrið hefðhundna námsefni til stúdentsprófs í fornum
málum og nýjum, sögu, landafræði og trúfræði. Jafnframt
menntaði Björn sig að mestu sjálfur í stærðfræðilegum lærdóms-
listum, enda voru þeir elclci margir hér á landi, sem höfðu nægj-
anlega þelclcingu til þess að segja honum til í þeim efnum. Þó má
telja fullvíst að faðir hans, bóndinn og hugvitsmaðurinn Gunn-
laugur Magnússon (1747-1821) á Tannstöðum í Hrútafirði, sem
Geir biskup Vídalín (1761-1823) taldi að
auðveldlega forþénaöi að nefnast eyju vorrar Arkímedes, ef hann hefði
ei vantað efni og lconstar sinnar réttu reglur,
lrafi aðstoðað son sinn eftir föngum og stutt dyggilega við balcið
á honum.3 Það var svo Geir Vídalín sem brautskráði Björn sem
stúdent sumarið 1808.
2 Sjá (95), bls. 381.
3 Tilvitnunin er tekin úr viðauka við grein P. + B. um Björn Gunnlaugsson [76].
Þar er að finna þýðingu Halldórs Amundasonar á stúdentsvitnisburði Björns
eftir Geir Vídalín. Til þess að auðvelda lesturinn hefur stafsetning surns stað-
ar verið færð til nútímalegra horfs.
10