Ritmennt - 01.01.2003, Side 15
RITMENNT
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU
Landsbókasafn.
Ekki er ljóst hvaða rit um stærðfræðileg efni Björn las á þess-
um mikilvægu mótunarárum, en augljóslega hefur hann haft að-
gang að kennsluefni í stærðfræði, annað hvort prentuðum
kennslubókum eða uppskrifuðu efni á dönsku eða latínu.4 Ann-
ars væri vandséð, hvernig hann hefði náð þeim árangri í stærð-
fræði, sem Geir biskup lýsir svo í vitnisburði sínum um stúd-
entspróf Björns:
... og það sem maklega má furða sig yfir að hann tilsagnarlaust ekki að-
eins lauslega yfirfór (ei einasta hvöru tveggju reikningslistina, heldur
ogso jarðarmælingu (Geometriam), þríhyrningamælingu (Trigonometri-
am), innanrúmsmælingu (Stereometriam), reikning þess endanlega og
óendanlega (calculum finitorum et infinitorum), jafnvigtarkonstina
(Staticam), hræringarkonstina (Mechanicam), og fleiri parta þeirrar
náttúrulegu mælifræði) heldur lærði hann sovel að hann með sinni
grunduðu þekkingu létti mikið undir erfiði föður síns ... var [hann] yfir-
Stjörnuturninn í
Lamhhúsum á Álftanesi þar
sem Rasmus Lievog starfaði í
aldarfjórðung. Fjær er bú-
staður stjörnumeistarans og í
bakgrunni er hús stiftamt-
manns. Myndina teiknaði
John Baine árið 1789.
4 Talsvert var til af ltennsluhókum um stærðfræðilegar lærdómslistir í Dan-
mörku á þessum árum, bæði á latínu og dönsltu (sjá t.d. [4]). Noltkrar þeirra
voru notaöar sem lesefni fyrir inntökuprófið (examen artium) og/eða annað
lærdómspróf (examen philosophicum) við Hafnarháskóla og eflaust hafa
sumir íslenskir Hafnarstúdentar haft slíkar bækur með í farteskinu þegar þeir
sneru til íslands að námi loknu. í lrandritadcild Landsbókasafns íslands - Há-
skólabókasafns er að finna misjafnlega heillegar uppskriftir af fyrirlestrum og
bókum nokkurra danskra háskólakennara í stærðfræði, stjörnufræði og eðlis-
fræði. Handritin eru sum frá lokum átjándu aldar eða byrjun þeirrar nítjándu.
Þar eru m.a. nafngreindir kennarar svo sem Joachim Michael Geuss
(1745-86), Jacob Andreas Wolf (1749-1819), Christian Horrebow (1718-76)
og Thomas Bugge (1740-1815).
11