Ritmennt - 01.01.2003, Page 16
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
Det kgl. Bibiotek.
Thomas Bugge prófessor.
Hann hafði yfirumsjón með
þríhyrningamælingum Dana
á seinni hluta átjándu aldar
og í byrjun þeirrar nítjándu.
Hann var yfirmaður Stefáns
Björnssonar reiknimeistara og
Rasmusar Lievogs stjörnu-
meistara.
heyrður og fékk í mælifræðinni sovel þeirri skiljandi sem gjörandi og
logica: frábært hrós.
Lítið er vitað með vissu um viðfangsefni Björns frá því að hann
lauk stúdentsprófi og þar til hann sigldi til Kaupmannahafnar
rúmlega níu árum síðar.5 Þó er ljóst að hann kynntist norsku sjó-
liðsforingjunum og landmælingamönnunum Hans Frisalc (1773-
1834) og Hans Jacob Scheel (1779-1851), sem unnu að dönslcu
strandmælingunum hér við land á þessum árum. Þeir munu
fljótt hafa uppgötvað hæfileika Björns og því lagt það á sig að
kenna honum frumatriði landmælinga. Jafnframt gáfu þeir hon-
um bækur um slílc fræði [76]. Ekki er að efa að þessir stærðfræði-
menntuðu Norðmenn hafi haft veruleg og jákvæð áhrif á Björn
og hvatt hann til dáða.
Ymislegt annað hefur eflaust haft áhrif á þá áltvörðun Björns
að sigla til Kaupmannahafnar til freltara náms í stærðfræðilegum
greinum. Hann hlýtur til dæmis að hafa haft spurnir af stjarn-
mælingum Norðmannsins Rasmusar Lievogs (1739-1811),
stjörnumeistara í Lambhúsum, sem nýlega var farinn til Kaup-
mannahafnar eftir aldarfjórðungs starf hér á landi [37]. Þá fer
ekki hjá því, að Björn hafi heyrt getið um Stefán Björnsson
(1721-98) reiknimeistara í Kaupmannahöfn og jafnvel lesið
greinar hans um aflfræði og landmælingar í ritum Lærdómslista-
félagsins [38]. Sennilegt má teljast, að fordæmi þessara manna
lrafi sannfært Björn um, að hægt væri að framfleyta sér á þekk-
ingu í stærðfræðilegum lærdómslistum, ef ekki hér á landi, þá að
minnsta kosti í Danmörku.
Höfn og Holtsetaland
Haustið 1817 komst Björn Gunnlaugsson loks til Kaupmanna-
hafnar með tilstyrk góðra manna. Hann var þá 29 ára og óvenju
vel búinn undir háskólanám í stærðfræðilegum lærdómslistum
af Islendingi að vera. Hann innritaðist þó eldd í slcólann fyrr en
í ársbyrjun 1818, en notaði haustið til þess að undirbúa sig und-
ir inntökupróf í desember. Jafnframt glímdi hann við verðlauna-
5 Fátækt og Napóleonsstyrjaldir lcomu í veg fyrir, að Björn kæmist strax til
Kaupmannahafnar. Sjá [52) um misheppnaðar tilraunir hans til þess að gerast
prestur á þessum árum.
12