Ritmennt - 01.01.2003, Síða 19
RITMENNT
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU
Það er ljóst af ummælum samtímamanna, að Björn var vel
þekktur í Kaupmannahöfn fyrir stærðfræðigáfur og fræg er sagan
af því, þegar hann seldi fyrri verðlaunapening sinn til þess að
eiga fyrir brýnustu lífsnauðsynjum. Það voru danskir stúdentar
sem keyptu peninginn af Birni á uppsprengdu verði og gáfu hon-
um síðan aftur.13 Hins vegar er eftirtektarvert, að Björns er
hvergi getið í prentuðum heimildum um þríhyrningamælingar
Schumachers og aðstoðarmanna hans á Holtsetalandi. Þó er vit-
að að hann var í metum hjá Schumacher og hitti meðal annars
Gauss fyrir hans tilstilli [74].
Björn Gunnlaugsson tók eklci embættispróf. Slíkt var eklci
óalgengt á hans dögum, því að ekki var hægt að taka lokapróf við
háskólann í stærðfræði eða skyldum greinum. Stúdentar á því
sviði gerðust því oft kennarar við lærða skóla eða sneru sér að
öðrum störfum skömmu eftir annað lærdómspróf. Hinn kostur-
inn var sá að taka embættispróf í guðfræði, lögfræði eða öðrum
greinum óskyldum stærðfræði. Þeir sem ætluðu sér að sækja um
kennarastöður í stærðfræðilegum lærdómslistum við Hafnarhá-
skóla eða við erlenda háskóla þurftu hins vegar að hafa gengist
undir meistarapróf eða doktorspróf.
Við þessar aðstæður tók Björn þann lcost að skrifa yfirstjórn
menntamála í Danmörku. í bréfinu ræðir hann fyrst mikilvægi
stærðfræðinnar fyrir þroska skólapilta og reyndar allrar alþýðu
og velcur síðan athygli á því, hversu slæmt ástand ríki í þeim efn-
um á Islandi. Þar sé enginn stærðfræðikennari og engin hefð fyr-
ir iðkun stærðfræðilegra lærdómslista. Hann leggur síðan til, að
stofnuð verði kennarastaða í stærðfræði við Bessastaðaskóla og
býðst sjálfur til þess að taka að sér starfið. Bréfið er dagsett í byrj-
un apríl 1822. Yfirvöld tóku Björn á orðinu og var hann ráðinn í
hina nýju stöðu strax í maí. Hann sigldi til Islands skömmu síð-
ar og hóf störf við skólann um haustið.14
13 Klausturpóstuiinn, 1. árg. 12. tbl. 1818, bls. 189-90.
14 Bréf Björns er að finna í Þjóðskjalasafni íslands og það er prentað sem viðauki
við bækling Ottós J. Björnssonar [74]. Með skipun Björns í kennaraembætti í
stærðfræði árið 1822 var brotið blað í sögu raunvísinda hérlendis. Hins vegar
er rétt að minna á, að Björn var ekki fyrsti opinberi kennarinn í stærðfræði
hér á landi. Það var Gísli Einarsson (1621-88), sem skipaður var í slílta stöðu
við Skálholtsskóla árið 1649 [41]. Lítið lcom þó út úr því starfi, og framhald
varð ekkert fyrr en með Birni Gunnlaugssyni eins og glöggt lcemur fram í
stuttri umfjöllun [58 og 47] um kennslu í stærðfræðilegum lærdómslistum í
Aarhus Kunstmuseum.
Heinrich Christian Schu-
macher, kennari Björns í
stjörnufræði og landmæling-
um.
15