Ritmennt - 01.01.2003, Page 26
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
Magnús Grímsson.
þeirra J.H. Hellmuths og 0rsteds.29 Þegar eiginleg kennsla í efna-
fræði hófst svo nokkrum árum síðar, studdist Björn einlcum við
kennslubók eftir C.L. Petersen.30
Elcki er að fullu ljóst, hvenær Björn hóf kennslu í stjörnufræði
við Reykjavíkurskóla. Sennilegt er þó; að það hafi verið árið
1854, en frá því ári er varðveitt handrit með uppskrift að fyrir-
lestrum hans um himinhvelið og stjörnurnar.31 Frá og með 1857
notaði hann lcennslubækur eftir C.E. Mundt.32 Ekki er mikið
fjallað um greinina sem slíka í skólaskýrslum, og svo virðist sem
hún hafi oftast verið kennd sem hluti af stærðfræðinni.
Þótt náttúrusaga væri ekki ein af sérgreinum Björns, þurfti
hann að lcenna hana árum saman. Kennsla í greininni hófst þó
ekki fyrr en á öðru starfsári skólans og flutti Björn í fyrstu fyrir-
lestra án kennslubóka. Þar studdist hann meðal annars við kenn-
ingar og floklcunarkerfi G. Cuviers. Mesta álaginu var þó fljót-
lega létt af Birni, þegar Hannes Árnason (1809-79) lcorn að slcól-
anum 1848 og tók við náttúrusögukennslu í efri bekkjum. Björn
hélt þó áfram að kenna í fyrsta bekk, einkum dýrafræði og grasa-
fræði. í þeim greinum var fljótlega tekin í gagnið kennslubók eft-
ir S.T.N. Drejer og skömmu síðar ný bók eftir hann og P.A.F.
Bramsen.33
29 Eðlisfræði eptir J.G. Fischer (Kaupmannahöfn 1852) er þýðing úr dönsku á
bókinni f.G. Fischers populære Naturlære til Brug i Skoler og ved Selvun-
dervisning, sem kom út í Kaupmannahöfn 1844. Hún mun aftur á móti hafa
verið þýðing á þýskri bók, f.H. Hellmuth’s Volks-Naturlehre. Bearbeitet von
f.G. Fischer, sem kom út í mörgum útgáfum, upphaflega á vegum Johanns
Heinrichs Hellmuths (1732-1813). Sem dæmi má nefna, að 14. útg. kom út í
Braunschweig 1851 (sjá í þessu sambandi bls. 200 hjá [86]). Ekki hefur tekist
að grafa upp frekari upplýsingar um þá félaga Hellmuth og Fischer, nema
hvað Fischer hét fullu nafni Johann Georg Fischer og kann að hafa verið sá
Fischer sem um skeið var skólastjóri den höheren Búrgerschulc í Hamborg.
Ekki má rugla honum saman við landa hans, skáldið Johann Georg Fischer.
Eins og fram kemur í megintexta var Eðlisfræði Fischers fyrsta kennslubók-
in í eðlisfræði sem kom út á íslensku. Tuttugu og átta árum síðar kom svo
næsta verk, Eðlisfræði eftir Balfour Stewart (1828-87) í þýðingu Halldórs Kr.
Friðrikssonar (1819-1902). í þessu sambandi er einnig rétt að minna á grein-
ar Stefáns Björnssonar um aflfræði í ritum Lærdómslistafélagsins á árunum
1782-90, en þær verða þó vart taldar til kennslubóka [38]. Nánar er fjallað um
bækur um eðlisfræði á íslensku hjá [64] og á bls. 34-43 í [42].
30 Carl Ludvig Petersen (f. 1813) var m.a. kennari við Metropolitanskólann í
Kaupmannahöfn.
31 Sjá Lbs 2010 4to.
32 Carl Emil Mundt (1802-73) var kennari við akademíuna í Soro.
33 Franski náttúrufræðingurinn Georges Léopold Chrétien Frédéric Dagobert
22