Ritmennt - 01.01.2003, Síða 27
RITMENNT
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU
Litlar breytingar virðast hafa orðið á kennsluaðferðum Björns
Gunnlaugssonar við flutninginn frá Bessastöðum til Reykjavík-
ur. Hann var ávallt sarna ljúfmennið og lærisveinum þótti flest-
um vænt um hann. Þegar hann lét af störfum árið 1862, fluttu
þeir honum kvæði
prentað með gylltu letri, og sá færasti af okkur vottaði honum elsku og
þakklæti fyrir ævistarf hans og ágæti, en hann hlýddi til og grét fögrum
tárum.34
Þau sextán ár sem Björn sinnti kennslu við Reykjavíkurskóla gaf
hann ekki út nein rit um fræði sín, hvorki kennsluefni né fróð-
leik um raunvísindi fyrir almenning. Þó birtust eftir hann í blöð-
um stuttir pistlar um stjörnufræði og dýrafræði ásarnt ýmsu
öðru smálegu [22] og í bréfi til Jóns Sigurðssonar 1861 segist
hann vera að vinna að kennslubók í talnafræði og „lref jeg sett
þar í margt, sem ekki er algengt og oftast til að þar verði allt sem
í sltólum er kennt og jafnvel fleira." Hér var um að ræða bóldna
Tölvísi og ltom fyrra bindi hennar út árið 1865 [25]. Seinna bind-
ið var aldrei prentað, en er til í handriti.35 Árið sem Björn varð
áttræður gaf hann svo út síðasta verk sitt, kennslubók í frumat-
riðum landmælinga [26], sem kennd var um skeið í Reykjavík-
urskóla. í þeirri bók er margt gagnlegt eins og í öllum öðrum rit-
um Björns.
Ekki er að sjá, að Björn Gunnlaugsson hafi birt neitt um fræði
sín í erlendum vísindaritum, þótt vitað sé að hann sendi Hinu
konunglega danska vísindafélagi grein urn Heklugosið 1845.36
Hann virðist heldur ekki hafa skrifast á við erlenda fræðimenn,
nema um þríhyrningamælingarnar.37 Þetta er í sjálfu sér athygl-
isvert, þar sem bréfaskriftir milli fræðimanna voru mjög algeng-
Cuvier (1769-1832| var í miklum metum á þessum tíma. Kenningar hans
höfðu t.d. talsverð áhrif á heimsmynd Jónasar Hallgrímssonar. Salomon
Thomas Nicolai Drejer (1813-42) var danslcur náttúrufræðingur og Peter
Adolph Feilberg Bramscn (1816-53) danskur læknir og náttúrufræðingur.
34 Sjá grein séra Matthíasar Jochumssonar (1835-1920) [67]. Kvæðið birtist í
Þjóðólfi 5. nóvember 1862, bls. 1.
35 Sjá bréf Björns til Jóns í Lbs 2590 4to, ritað 12. ágúst 1861. Þótt Tölvísi Björns
Gunnlaugssonar sé lielsta verlc í stærðfræði eftir íslenskan liöfund á 19. öld,
þá hefur það eltki enn verið rannsakað til fulls af dómbærum mönnum.
36 Sjá [97], bls. 331-32. Einnig má nefna, að Þorvaldur Tltoroddsen (1855-1921)
birti nokkrar hæðarmælingar Björns að honum látnum [27].
37 Um þær bréfaskriftir er getið hjá [53a].
23