Ritmennt - 01.01.2003, Qupperneq 35
RITMENNT
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN f NJÓLU
74), sem kom út árið 1828 í þýðingu Jóns á Bægisá [68]. Hitt er
þó eklci síður sennilegt, að Björn hafi einkum orðið fyrir áhrifum
af lestri erlendra fræðirita og kennslubóka uin náttúruspeki og
guðfræði, bæði á námsárum sínum í Höfn og eins eftir að heim
var komið.
í skýringum sínum við Njólu vitnar Björn til dæmis beint í
Théodicée eftir heimspekinginn og stærðfræðinginn Gottfried
Wilhelm Leibniz (1646-1716).49 Hann átti og rit eftir danslca guð-
fræðinginn og heimspekinginn Christian Bastholm (1740-1819)
og hefur því eflaust þekkt kenningar Christians Wolffs, sem
voru fyrirferðamiklar í heimspekikennslunni við Hafnarháskóla
á þriðja fjórðungi átjándu aldar. Þegar Björn var við nám í Höfn
voru áhrif Kants hins vegar orðin mjög mikil og fjallað var ítar-
lega um kenningar hans í kennslunni í heimspeki og guðfræði.50
I því sambandi má og nefna, að kennarar Björns, þeir 0rsted og
Degen, höfðu báðir skrifað doktorsritgerðir um verk Kants.
0rsted varð fljótlega einn helsti talsmaður rómantísku náttúru-
spekinnar, en hún byggði að hluta á kenningum Kants og fylgis-
manna hans, þeirra Johanns Gottliebs Ficlites (1762-1814) og
Friedrichs Wilhelms Josephs Schellings (1775—1854).51 Annar
fræðimaður, sem einnig varð fyrir nokkrum áhrifum frá þeim
Kant, Fichte og Schelling, var guðfræðingurinn Friedrich Daniel
Ernst Schleiermacher (1768-1834), sem Björn vísar tvisvar til í
Njólu.
Þótt Björn væri ósammála Kant og fylgismönnum lians í mörg-
[49]. Kaflinn „Um lögun og stærð jarðar, svo og licnnar liræringu og samband
við aðra himinhnetti" (bls. 3-77) eftir þá Grím Jónsson síðar amtmann (1785-
1849) og Þórð Sveinbjörnsson síðar dómstjóra er ltið ágætasta kennsluefni í
stjörnufræði þess tíma. Höfundarnir ltafa greinilega stuðst við erlendar fræði-
bælcur, þótt þeirra sé ekki getið sérstaldega. Þó er vísað í De forste Grunde
eftir Thomas Bugge frá 1795 auk Vinagleði Magnúsar Stephensens. Minna
má á, að þeir Björn Gunnlaugsson og Þórður Sveinbjörnsson voru við nám í
Höfn á sama tíma. Þórður var sá sem hlaut gullverðlaun Hafnarháskóla í
sagnfræði árið 1819. Bjarni Þorsteinsson amtmaður mun hafa aðstoðað Þórð
við að rita sinn hluta af Landaskipunarfræðinni.
49 Bókin heitir fullu nafni Essais de Théodicée sur la bonté de Dieu, la liberté
de l’homme et l'origine du mal og kom út í Amsterdam árið 1710.
50 Heimspekingurinn Cliristian Wolff (1679-1754) var undir miklum áhrifum
frá Leibniz. Fjallað er um kennsluna í heimspeki og guðfræði við Hafnarhá-
skóla hjá [88]. Sjá einnig [56], sem gefur fróðlegt yfirlit yfir heimspeki í Dan-
mörku, og þar með á íslandi, á 18. öld.
51 Sjá t.d. [44] og rit, sem þar er vísað til.
31