Ritmennt - 01.01.2003, Side 36
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
um veigamiklum atriðum, þá fer eklci á milli mála, að áhrifa
þeirra gætir sums staðar í Njólu. Að því verður vikið nánar í síð-
ari köflum. í þessu sambandi er og mikilvægt að minna á, að
Björn átti verk eftir Kant, meðal annars Critik der reinen Ver-
nunft, sem hann virðist hafa lesið af mikilli athygli. Þá átti hann
rit eftir Fichte og 0rsted og af minnisblöðum hans má ráða, að
hann hefur þelckt til verka Schellings.
Hin einlæga trú Björns, sem hvarvetna blasir við í Njólu, end-
urspeglast í ítarlegri þekkingu hans á ritningunni. í skýringunum
við Njólu eru í kringum 240 tilvísanir í Biblíuna auk tilvísana í
Ágústínus kirlcjuföður og trúarjátninguna, sem kennd er við Augs-
burg. Þar lcemur og ljóslega fram, að Björn hefur sölckt sér ofan í
bækur um guðfræði og kristinn siðaboðskap. Meðal þeirra, sem
hann vitnar til í skýringunum, eru dönsku biskuparnir Nikolai
Fogtmann (1788—1851), Jakob Peter Mynster (1775-1854) og Peder
Krog Meyer (1780-1819), en kennslubækur eftir þá tvo fyrst-
nefndu voru notaðar í trúfræðikennslunni í Bessastaðaskóla.
Einnig vitnar Björn í guðfræðingana Karl Gottlieh Bret-
schneider (1776-1848), Philipp Konrad Marheineke (1780-1846),
Friedrich Henrich Kern (1790-1842), Henrilc Nicolai Clausen
(1793-1877) og Hans Lassen Martensen (1808-84). Hinn síðast-
nefndi varð meðal annars fyrir milclum áhrifum frá Georg Wil-
helm Friedrich Hegel (1770-1831). Ljóst er af minnisgreinum
Björns, að hann hefur verið kunnugur heimspeki Hegels og hann
hafði einnig lesið verk heimspelcingsins Frederilcs Christians
Sibberns (1785-1872), en bækur eftir hann og Martensen voru
hafðar til hliðsjónar í trúfræðikennslunni á Bessastöðum. Þá átti
hann verk eftir fremsta heimspeking Dana, Sorcn Aaby
Kirkegaard (1813-55), en ekki er að fullu ljóst hvort hann var bú-
inn að eignast það, þegar hann samdi Njólu. Hið sama á reyndar
einnig við um ýmis önnur verk, sem hér hafa verið nefnd.
í þeim lcöflum, sem á eftir fara, verður rætt um náttúruspeki
Björns Gunnlaugssonar eins og hún birtist í Njólu. Aðaláherslan
verður lögð á að kanna hugmyndir hans um skipan alheimsins,
eðli rúms og tíma og eiginleika efnisins. Jafnframt verður leitast
við að setja þessar hugmyndir í innlent og erlent samhengi. Líta
má á þessa tilraun sem eins konar vióbót við lauslega umfjöllun
Ágústs H. Bjarnasonar (1875-1952) í greininni „Um Björn Gunn-
laugsson", ritaðri í tilefni af 150 ára afmæli Björns árið 1938 [7].
32