Ritmennt - 01.01.2003, Page 37
RITMENNT
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU
Njóla er í fimm köflum og til þess að fá stutt yfirlit yfir inni-
haldið er einfaldast að skoða fyrirsagnir kaflanna. Þær eru:
I. Himinninn slcoðaður á nóttu.
II. Alheimsáformið uppleitast, og finnst að vera lífið og ódauð-
leikinn.
III. Prófun hins fundna alheimsáforms, eða lífsglæðíngin á vor-
um hnetti.
IV. Ný staðfestíng hins fundna alheimsáforms, eða tilgángur og
myndun alls líkamlegs efnis fyrir mótspyrnu, samloðun og
þýngd.
V. Hátignin í alheimsáforminu.
Hér er ætlunin að skoða fyrst I. kafla, síðan V. kafla og að lokum
IV. lcafla. Jafnframt verður stuðst við aðra kafla eftir því sem þörf
krefur.
Út í himna glæstan geim
Fyrsti kaflinn í Njólu hefst á stuttum inngangi um næturhimin-
inn og hvernig fegurð hans endurspeglar dýrð og hátign skapar-
ans. Síðan snýr höfundurinn sér að ítarlegri lýsingu á skipulagi
veraldarinnar og byrjar á sólinni og fylgihnöttum hennar.
Sólin er þungamiðja sólkerfisins og heldur reikistjörnunum að
sér með þyngdarafli og veitir þeim ljós og yl. Öllu er haganlega
fyrir komið: Reikistjörnurnar snúast um möndul sinn svo allir
staðir fái notið sólarljóssins og til þess að koma í veg fyrir að þær
falli inn í sólina eða relcist saman lrreyfast þær eftir misvíðum
sporbaugum. Árstíðirnar korna svo í veg fyrir stöðnun og gera
manninum kleift að fylgjast með tímanum.
Til þess að lýsa dreifingu reikistjarnanna beitir Björn aðferð,
sem var vel þekkt á þessum tíma. Hann ímyndar sér, að fall-
byssulcúlu sé skotið frá miðju sólar og að hún hreyfist eftir
beinni línu með jöfnum hraða, um það hil 103 faðrna á hverri
sekúndu.52 Það tæki slíka lcúlu tuttugu og fimm ár að ná til jarð-
52 Kúlan liefur ferðina í 24. erindi Njólu. Einn danslíur faðmur er 1,88 metrar
svo hraði hennar er um 194 m/s eða 697 km/klst. Vegna breytilegs þyngdar-
sviðs og annarra hrifa þyrfti kúlan að sjálfsögðu að hafa innbyggðan vélbún-
að til þess að halda jöfnum hraða. Pað hefur sennilega verið hollenski raun-
33