Ritmennt - 01.01.2003, Page 46
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
Teikning Charles Messiers
frá 1771 af sverðþokunni
miklu í Oríon. Um er að
ræða gríðarstóra ljómþoku
í okkar eigin Vetrarbraut
þar sem nýjar sólir eru
stöðugt að myndast úr
geimefni.
arbrautir í óendanlegum geimi hins vegar náð miklum vinsæld-
um meðal almennings, og var um þær fjallað í alþýðlegum
fræðsluritum á seinni hluta átjándu aldar og langt fram eftir
þeirri nítjándu.68 í fyrstu virðast því fáir hafa tekið eftir sinna-
skiptum Herschels, aðrir en örfáir stjörnufræðingar sem höfðu
sérstakan áhuga á þokunum.
Sú mynd af alheimi, sem Björn Gunnlaugsson dregur upp í
Njólu, er í stórum dráttum heimsmynd þeirra Kants og Lam-
berts. Sólkerfið okkar er í gríðarstóru skífulaga stjörnukerfi,
Vetrarbrautinni. Heimurinn er óendanlegur og fullur af stjörnu-
þokum, sem eru í meginatriðum eins og Vetrarbrautin. Hver
vetrarbraut er stigveldisheimur út af fyrir sig, en lengra virðist
stigveldið ekki ná hjá Birni.
Which Appears to Throw Some New Light upon the Organization of the Ce-
lestial Bodies. Philosophical Tiansactions of the Royal Society 101, 1811,
bls. 269-336. Sjá einnig [33], bls. 137-44.
68 I íslenskum ritum frá þessum tíma er slíkar lýsingar ekki aðeins að finna í
Njólu, heldur einnig í ritum eins og Landaskipunarfræði, Vinagleði og Nátt-
úruskoðara. í Stjörnufræði Ursins er hins vegar bent sérstaklega á, að ekki
hafi enn tekist að sýna fram á að ljósþokurnar séu fjarlægar vetrarbrautir.
42