Ritmennt - 01.01.2003, Síða 48
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
t.d. töldu sumir að hún væri ekki lýsandi heldur dimmur risa-
hnöttur og væri það ástæðan fyrir því að hún sæist ekki frá jörð-
inni.69
Þegar að ljósþokunum kemur, hefur Björn meðal annars þetta
að segja:
Hver ein stjörnuþoka þá,
þeirri' af líkíng hyggjum,
vetrarbraut sé víð og há
vorri lík, er byggjum.
Sem þá mest er síldum af
í söltum þorska lautum,
alt eins morar uppheims haf
ótal vetrarhrautum.
Augum berum eygt menn fá
um allar röðulgrundir
að eins tvær, en samt má sjá
um sjónargler þúsundir.
í síðasta erindinu má sjá skemmtilega tilraun Björns til þess að
auka slcilning lesenda á dreifingu vetrarbrautanna með því að
líkja henni við fyrirbæri úr daglegu lífi landsmanna. Ljósþokurn-
ar tvær, sem getið er um í miðerindinu, eru annars vegar sverð-
þokan mikla í Óríon og hins vegar Andrómeduþokan, en báðar
má sjá berum augum við góð skilyrði. Nú vitum við það, sem
Björn vissi ekki, en það er að Óríonþokan er alls ekki fjarlæg
vetrarbraut, heldur tiltölulega nálæg geimþoka í um fimmtán
hundruð ljósára fjarlægð. Andrómeduþokan er aftur á móti raun-
veruleg stjörnuþoka í fjarlægðinni 2,6 milljón ljósár.
Áður var á það minnst, að í kringum 1810 var William
Herschel þegar farinn að efast um, að ljósþokurnar væru fjarlæg-
ar vetrarbrautir. Niðurstöðuna byggði hann á rannsóknum á þok-
unum sjálfum. Fáir virðast hafa tekið mark á honum í upphafi og
til dæmis minnist Björn Gunnlaugsson hvergi á þetta í verkum
sínum, hvorlci í Njólu né annars staðar. Smám saman komust
menn þó á þá skoðun, að Herschel hefði rétt fyrir sér og að þolc-
urnar væru í Vetrarbrautinni. Byggðist það á athugunum Her-
schels sjálfs og síðan annarra stjörnufræðinga, elclci síst eftir að
69 f þessu sambandi má geta þess, að í dag er talið, að miðja Vetrarbrautarinnar
hýsi risasvarthol með álíka massa og milljón sólir. Sjá t.d. grein Gunnlaugs
Björnssonar „Sólir og svarthol" í bókinni Undur veraldar (ritstj. Þorsteinn
Vilhjálmsson, Reykjavík 1998, bls. 43-62). Nú vitum við einnig, að stigveldi
ríkir ckki í Vetrarbrautinni. Þó er þar að finna fjölda stjörnuþyrpinga, bæði
kúluþyrpingar og lausþyrpingar.
44