Ritmennt - 01.01.2003, Side 50
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
Árið 1924 tókst bandaríska stjörnufræðingnum Edwin Hubble
(1889-1953) fyrstum manna að ákvarða fjarlægðina til Andró-
meduþokunnar og sýna fram á, að hún væri sjálfstæð vetrar-
braut. Fleiri stjörnuþokur fylgdu fljótlega í kjölfarið og í kringum
1930 var öllum orðið ljóst, að hinn sýnilegi heimur utan Vetrar-
brautarinnar var fullur af vetrarbrautum.72
Alvídd fiíd og eilífð kær
Frá upphafi vega hafa menn brotið heilann um eiginleilta rúms
og tíma. Spurningar eins og þær, hvort rúmið sé takmarkað eður
ei og hvort tíminn eigi sér upphaf eða endi, hafa verið meðal við-
fangsefna margra helstu spekinga sögunnar. Enn í dag eru menn
að glíma við þessar erfiðu gátur og hugtökin rúm og tími sýna
stöðugt á sér nýjar hliðar. Merki um það má til dæmis sjá í ný-
legum vangaveltum eðlisfræðinga um grundvöll svolcallaðrar
þyngdarskammtafræði.73
Ýmsir íslendingar hafa telcist á við vandamál af þessu tagi, og
fyrir daga Björns Gunnlaugssonar höfðu þegar birst nokkur rit,
þar sem rúm og tími voru sérstaklega til umræðu. Áður hefur
verið minnst á dispútatíur þeirra Gísla Þorlákssonar biskups og
Þorleifs Halldórssonar rektors. Gísli var málsvari jarðmiðjukenn-
ingarinnar og þar með takmarlcaðs heims í De stellis fixis et
enantibus frá 1651, og rúmlega hálfri öld síðar, árið 1707, hélt
Þorleifur fram sólmiðjukenningunni og ótakmörkuðum alheimi
í Schediasma mathematicum de Aplane. Síðan liðu enn sextíu
ár, en þá færði Skúli Thorlacius (1741-1815) rök fyrir endanleg-
um alheimi í ritgerðinni Dissertatio metaphysica de mundo
(Frumspekileg tilraun um heiminn; Kaupmannahöfn 1766).
72 Sját.d. [11,33] og [62a[.
73 Þyngdarskammtafræði [e. quantum gravity) er vinnuheiti, sem eðlisfræðing-
ar nota um kenningar þar sem reynt er að sameina þyngdarfræði Einsteins
(almennu afstæðiskenninguna) og skammtafræði. Um þessar mundir er
svokölluð strengjafræði talin líklegust til að ná þessu markmiði. Um þetta
efni er t.d. fjallað í bókunum Saga tímans eftir Stephen W. Hawking [45b[, Ár
var alda eftir Steven Weinberg [45c), The Elegant Universe (New York 1999)
eftir Brian Greene og Three Roads to Quantum Gravity (London 2000) eftir
Lee Smolin. Þeim, sem vilja kynna sér sögu hugtakanna rúms og tíma, má
t.d. benda á [34].
46