Ritmennt - 01.01.2003, Side 60
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
Rudjer Boskovic.
Endurnýast ögn svo þar,
æ nær tíð fram rólar,
eins og fossinn elfunnar,
eða geislinn sólar.
Hvaðan kemur aflið að,
er frumögnin geymir?
Elfa heitir almagns það,
sem út frá púnkti streymir.
Frumögn er svo feiknar smá,
að fáum ei handsamað;
til svö gjörir títt að slá,
að talníngu fær lanrað.
Tíðleik þann og téða smærð
eg tel þess orsök sanna,
að efnið hvílir alt með værð
augum fyrir manna.
Þetta er oss þá til gagns,
því mótspyrnan ella
líkust rykkjum rafurmagns
rétt oss mundi hrella.
Þannig sig í efnið alt
agnir fyrstu mynda,-
því næst fara þær ávalt
að þraungva, loða og binda.
Samanloðun vitum vær
viðnám böndum þræðir;
inn í hvolfin ekki nær,
utan tjöldum klæðir.
Af ögnum teingjast þræðir þá,
og það með listum snjöllum;
vefur þar úr vizkan há
voð, er líkam köllum.
Spyrjist að, hvað það sé þýngd,
þá eg svara vildi:
hver ein frumögn, hvolfum kríngd,
hvetja til sín skyldi.
í innri hvolfum er hún stríð,
utar síðan deyfist,
því að nær þau verða víð,
vita má hún dreifist.
Myndar agnir mótspyrna
af mætti þínum snjalla;
þú svo lætur þýngdina
þessar saman kalla.
Samanfestir síðan þær
samloðunar bandi;
í rafurmagni ljós þú ljær
og lífs yl óþrjótandi.
Lögð er þannig listum með
lífsins gróðrarstía,
uns að kviknar enn óséð
eilíft fjörið nýa.
Björn hefur augljóslega gert sér grein fyrir því, að þessi rímuðu
fræði gætu reynst lesendum torskilin. Til frekari skilningsaulca
bætti hann því við ítarlegum skýringum þar sem hann fjallar um
krafta, aflgeisla og frumagnir á tiltölulega aðgengilegan hátt. Það
vekur sérstaka athygli, hversu hnitmiðaður og kjarnyrtur texti
hans er, og það verður að segjast eins og er, að hann er mun læsi-
legri en kvæðið. Vitnað verður í skýringar Björns síðar í þessum
kafla, en að aulci eru þær birtar í heild í viðauka A.
56
slögin saman í samfelt afl, sem tilfinníngin ekki getur aðgreint í slög, en eru
þó slög eigi að síður. Þetta sýnir, að afl er samsett úr smáslögum og spyrna af
rykkjum."