Ritmennt - 01.01.2003, Page 71
RITMENNT
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU
Áður var á það minnst, að Ólafur Dan Daníelsson kynnti
löndurn sínum frumatriði afstæðiskenningarinnar með grein í
Skírni árið 1913 og fylgdi henni svo eftir með tveimur ítarlegri
ritsmíðum 1921 og 1922 [75]. Árið 1921 birtust einnig tvær
þýddar greinar um Einstein og verlc hans, önnur eftir norslca eðl-
isfræðinginn Johan Peter Holtsmark (1894-1975), en hin eftir rit-
stjórann Alexander Moszlcowslti (1851-1934) [57]. Því má segja,
að hálfri öld eftir lát Björns Gunnlaugssonar hafi íslendingar ver-
ið búnir að fá allnákvæmar fréttir á móðurmálinu af þeim grund-
vallarkenningum eðlisfræðinnar, afstæðiskenningu og skammta-
fræði, sem síðan hafa mótað alla vísindalega umræðu um heiminn.
Lokaoid
Áhrifa Björns Gunnlaugssonar gætir víða í íslenskri menningu,
bæði beint og óbeint. Hann var fremsti stærðfræðingur og
stjörnufræðingur íslands á nítjándu öld og fyrsti kennari þjóðar-
innar í raunvísindum. Með rannsóknum sínum, kennslu og rit-
störfum undirbjó hann jarðveginn fyrir hið blómlega starf sem
nú er unnið hér á landi á flestum sviðum raunvísinda og tækni.
Vinnan að haki íslandskorti hans er út af fyrir sig eitt mesta
þrekvirki, sem um getur í vísindasögu íslendinga.
Þótt kenning Björns um heiminn hafi ávallt verið umdeild, þá
var þar um athyglisverða tilraun að ræða. Heimsmynd hans
hvíldi á grunni alþjóðlegrar þekkingar í stjörnufræði og eðlis-
fræði í lok átjándu aldar og byrjun þeirrar nítjándu. Einnig sótti
hann mikið til þýslcrar heimspelci þess tíma, einkum til Kants
og fylgismanna hans. Lýsing hans í Njólu á sköpunarverkinu og
tilgangi þess valcti og verulega athygli hér á landi á sínum tírna
og hún á eflaust eftir að verða fræðimönnum umhugsunarefni
enn um hríð.
Björn Gunnlaugsson lést 17. rnars 1876, nær níræður að aldri.
Hann hvílir í Hólavallakirkjugarði. í ómerktri minningargrein í
Þjóðólfi segir meðal annars, að útför hans hafi farið fram í viður-
vist hins mesta fjölda staðarbúa, en það hafi vakið „flestra furðu,
fyrir fclaga sína í Verkfræðingafélaginu: [91b]. Trausti lauk námi í Kaup-
mannahöfn 1921, ári áður cn Bolir hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir kenningu
sína.
Þjóðminjasafn íslands.
Ólafur Dan Daníelsson.
Þjóðminjasafn íslands.
Trausti Ólafsson.
67