Ritmennt - 01.01.2003, Side 99
RITMENNT
VÖKUMAÐUR, HVAÐ LÍÐUR NÓTTINNI?
Skipshöfninni á skipum danska flotans
hefur verið skipt í tvo hópa (valctir) eða
kvarter, nefnd kongens og dronningens
kvarter.19 Jón Ólafsson Indíafari lýsir vökt-
unum á austurindíaskipinu Christianshavn
í ferð þess sem hófst 1622. Þar var skips-
höfninni skipt í þrjá hópa: „Sú fyrsta orða
var nefnd kóngsins kvartjer, sú önnur prins-
ins kvartjer, sú þriðja hertug Uldrichs kvar-
tjer".20
Skipting skipshafna í vaktir er forn, það
má sjá af Ólafssögu sem er í 13. aldar hand-
ritum. Þar segir frá skipinu Orminum langa
eftir Svoldarorustu:
En Eirílcur jarl tók nú mikinn sóma og lof er
hann fékk þvílíkan sigur. Hann tók nú Orminn
langa og setti sig stjórnar mann fyrir hann og
skipaði hann sínum mönnum með þrennum
skipunum.21
Hið sarna má sjá í Halldórs þætti Snorrasonar
hinum síðari, einnig í 13. aldar handritum:
Konungur svarar og kvað það að vísu haldast
skyldu, kvaddi síðan hirðina, að þeir skyldi taka
sex skip og fara með Halldóri og hafa þrenna
skipun á hverju.22
Á íslenska þilskipaflotanum á síðustu öld-
um voru teknir upp erlendir siðir um skips-
valct, og virðast þeir komnir frá Danmörku.
Vaktirnar á íslensku skipunum undir lok
19. aldar og í byrjun þeirrar 20. voru fimrn
og skiptust vakthóparnir eða vaktmennirn-
ir á um að standa þær:
Samkvæmt Böðvari Magnússyni í lýs-
ingu hans á því þegar hann réðst á slcútu
vertíðina 1899:23
Kveldvakt 19:00-24:00
Næturvakt eða
hundavakt, hundurinn 24:00-04:00
Morgunvakt 04:00-07:00
Formiðdagsvakt 07:00-12:00
Langavakt 12:00-19:00
Samkvæmt Gils Guðmundssyni eftir frá-
sögnum vestfirskra
manna:24
Kvöldvakt
Hundavalct
Þristur
Formiðdagsvakt
Langavakt
Samkvæmt Haraldi
sem var á sjó í 60 ár 1
norðlenskra hákarla-
19:00-24:00
24:00-04:00
04:00-07:00
07:00-12:00
12:00-19:00
Ólafssyni sjómanni
[ 1980:25
Kvöldvakt
Hundavakt
Þristur
Langavakt
Dagvakt
19:00-24:00
24:00-04:00
04:00-07:00
07:00-12:00
12:00-18:30
Halldóri Guðmundssyni hákarlamanni ber
saman við hina um að hundavaktinni hafi
lokið kl. 4:00, en vaktina eftir það, sem
hann kallar þristinn, segir hann hafa staðið
frá þeim tíma til kl. 7:30. Langavakt heitir
vaktin frá 12:30 til 18:30 hjá Halldóri.26
Jón Kr. Lárusson segir að langavakt hafi
staðið frá 12:30 til 18:30 í lýsingu á því
þegar hann var á skútu laust fyrir 1898.27
Lönguvakt Haralds Ólafssonar kalla hinir
formiðdagsvakt, og hann er sá eini sem
notar orðið dagvakt, en það er um vaktina
sem hinir kalla lönguvakt.
19 Bloch (192.8) bls. 401. Sbr. skýringu á „Quarteer"
frá lokum 18. aldar í Koefoed (1993) bls. 120.
20 Jón Ólafsson (1908-09) bls. 216.
21 Saga Óláfs Tryggvasonar (1932) bls. 238.
22 Laxdæla saga. Halldórs þættir Snorrasonar (1934)
bls. 273.
23 Böðvar Magnússon (1953) bls. 191.
24 Gils Guðmundsson (1977) bls. 97-98.
25 Jón Guðnason (1987) bls. 84.
26 Halldór Guðmundsson (1944) bls. 163, 167 og 171.
27 Jón Kr. Lárusson (1949) bls. 248.
95