Ritmennt - 01.01.2003, Qupperneq 100
HRAFN SVEINBJARNARSON
RITMENNT
Til samanburðar eru dönslcu vaktirnar: 28
Ferste vagt
Hundevagt
Dagvagt
Formiddagsvagt
Kvældsvagt
Eftermiddagsvagt
20:00-24:00
24:00-04:00
04:00-08:00
08:00-12:00
12:00-16:00
16:00-20:00
Hinum tveimur síðustu var iðulega slegið
saman á dönsku skipunum og þær þá kall-
aðar Platfoden (flatfóturinn). Á íslensku
slcipunum virðist hafa verið viðtekin venja
að slá þessum vöktum saman.
í breska sjóhernum voru næturvaktirnar
þrjár frá átta að lcvöldi til átta að morgni,
fyrsta vakt, miðvakt og morgunvakt. Dag-
vaktirnar voru fjórar, tvær fjögurra tíma
vaktir frá klukkan átta að morgni og tvær
tveggja tíma vaktir frá klukkan fjögur á dag-
inn. Bretar kalla þessar tvær síðastnefndu
vaktir „dog watches" en þær hafa hjá þeim
þann tilgang að breyta fjölda vaktanna
þannig að vakthóparnir fái ekki sömu vakt-
irnar dag eftir dag.29
Hundavaktirnar íslensku og dönsku virð-
ast elclci eiga slíka skýringu. En íslensk er sú
slcýring að þá væri myrkur, kalt, kokkurinn
sofandi og ekkert matarkyns að hafa; það
þótti hundaævi.30
Hér má líta á sænsku vaktirnar:31
Första vakt
Hundvakt
Dagvakt
Förmiddagsvakt
Eftermiddagsvakt
Plattvakt
20:00-24:00
24:00-04:00
04:00-08:00
08:00-12:00
12:00-16:00
16:00-20:00
Síðustu vaktinni, plattvakt, var skipt í
tvennt í sama tilgangi og „dog watches" í
breska sjóhernum.
Þegar boðað var á vakt á íslenskum skip-
um voru menn vaktir með því að hrópað var
„Ræs!" um stundarfjórðungi áður en hún
hófst. Á morgnana var hrópað „Það er glas!"
og áttu menn þá að vera komnir að verki.32
Upphrópunin „Það er glas!" eða „Glas"
vísar til stundaglasa sem notuð voru áður
fyrr til tímamælinga á skipum og raunar
einnig við störf vaktara í landi. Glasið rann
út á hálftíma fresti og var þá snúið. Á hverj-
um hálftíma var slegið glas, skipsklukkan
slegin eitt högg fyrir hverja hálfa stund sem
liðin var á vaktina, t.d. eitt högg kl. 12.30 og
sex högg kl. 3.00.33 I lok fjögurra stunda
vaktar urðu slögin átta, þ.e. slegin átta glös,
og voru þá vaktaskipti.
Það var svo lcallað glas þegar klukkan var
á slaginu og vaktaskipti voru.34
íslensk vakt í landi
Elstu beinar heimildir um valctara eða varð-
menn á Islandi eru frá Vestmannaeyjum á
17. öld, og voru slílcir valctmenn þar ef til
vill fram á þá 18. í lýsingu Vestmannaeyja,
sem talin er rituð af síra Gissuri Péturssyni
(1687-1713), segir:
Helgafell stendur austan vert á miðri eynni, og
nær hæst upp, eigi að það sé hæst í sjálfu sér,
heldur vegna þess, að það hefur háan grundvöll
28 Bloch (1928) bls. 401. 18. aldar sjóliðsforinginn
Koefoed (1993) bls. 196, telur vaktirnar upp og byrj-
ar á Eftermiddagsvagt kl. 12-16 og Platfoden kl.
16-20 en ber að öðru leyti saman við það sem hér
er sagt.
29 Grimthorpe og Cunynghame (1911) bls. 362.
30 Gils Guðmundsson (1977) bls. 98.
31 Vakt (1948) dlk. 260.
32 Jón Guðnason (1987) bls. 104.
33 Grimthorpe og Cunynghame (1911) bls. 362. Sbr.
Koefoed (1993) bls. 50 um „Glas".
34 Gils Guðmundsson (1977) bls. 98.
96