Ritmennt - 01.01.2003, Page 111

Ritmennt - 01.01.2003, Page 111
RITMENNT VÖKUMAÐUR, HVAÐ LÍÐUR NÓTTINNI? og vaktara virðast rofna snemma, og þau eru aulc þess afar slitrótt og óljós. Að vaka um nætur og flytja leyndum skuggaböldrum og vaktstjórum vaktaratónlist hefur ekki farið saman við það að flytja tónlist að degi til fyrir aðra áheyrendur. Þessi tengsl eru þó greinileg þar sem eiga í hlut evrópskir turn- vaktarar eða stöpulsvalct (Turmwáchter, tárnblæser), en svokölluð turntónlist (Turmmusik) er frá þeim runnin.66 Vaktarasöngvar eru víða um Evrópu. í Englandi heita þeir Watchman's Songs, í Frakklandi Cantilénes de Veilleur, í Þýska- landi Wáchterlieder og í Danmörku vægter- vers. Dönslc reglugerðarhefð réð því að kveðið var á um vaktarasöngva á Islandi, en vakt- arasöngur var fyrst festur í reglugerð í Kaup- mannahöfn 26. júlí 1683. í Þýskalandi er ekki kveðið á um söng í reglugerðum um vaktara, aðeins vaktarakall „Nachtwáchter- ruf".67 Þó er talið að vaktarasöngurinn sé eldri en vaktarakallið, bæði í Þýskalandi og Danmörku, og að hann eigi rætur að rekja allt aftur til 12. og 13. aldar.68 Það ber þó að hafa í huga að skilin milli kalls og söngs eru ekki alltaf greinileg í þessurn efnum. Dæmi er um þýskt vaktarakall sem minnir helst á messutón.69 Um vaktarasöngva, bæði lögin og text- ana, hefur ýmislegt verið ritað í Þýskalandi og Danmörku. Tón- og textasmiðir hafa orðið fyrir áhrifum af þessu háttalagi vakt- aranna, og það er skýringin á því að margir vaktarasöngvanna eru varðveittir. Nefna má sem dæmi um það sálminn „Wachet auf, ruft uns die Stimme" eftir þýska prestinn Philipp Nicolai (1556-1608), en lagið hafa ýmis merk tónskáld notað í tónsmíðar sínar. Einnig má nefna Nacht- wáchterlied í Meistarasöngvurum Wagners „Hört, ihr Leut und laftt euch sagen",70 en sá söngur líkist mjög algengustu gerðurn þýsku vaktarasöngvanna. Þessir þýsku vaktarasöngvar hefjast oft „Hört, ihr Herrn, und laftt euch sagen". Ein- lcennandi fyrir þá er að hver lclukkustund er tengd með táknrænum hætti ákveðnum at- riðum í ritningunni. Þegar klukkan er tíu eru hin tíu boðorð nefnd, klukkan ellefu hinir ellefu lærisveinar sem fylgdu Jesú, klukkan tólf postularnir tólf, klukkan eitt hinn eini guð, klukkan tvö tveir vegir mannsins í lífinu (sá breiði til glötunar og sá þröngi til sáluhjálpar), lclukkan þrjú heilög þrenning og klukkan fjögur hinn fjórskipti akur (vísar til sáðmannsins, Markús 4).71 í Þýskalandi sungu vaktarar oft sérstaka söngva við sérstök tækifæri, t.d. á afmæli fursta, við jól, áramót og á stórhátíðum, og hafa þeir þá fengið þjórfé fyrir sönginn. Leikritaskáldið William Shakespeare not- aði þýskan vaktarasöng í kveðjuatriði Róm- eós og Júlíu í samnefndu leilcriti.72 Yngra dæmi um tónverk byggt á vaktara- söng er eftir danslta tónslcáldið Andreas Pet- er Berggreen (1801-80). Hann skemmti sér 66 Sbr. Greve (1998) dlk. 1082. 67 Wichner (1897) bls. 20. 68 Wichner (1897) bls. 20. Sjá einnig Moser (1935) bls. 38. 69 Moser (1935) bls. 48. 70 Wichner (1897) bls. 314. 71 Sjá Wichner (1897) bls. 29, 34, 40, 44, 61 og víðar. Þetta er gamall siður sem sjá má af handbókum um sálmatón (tonaria) frá miðöldum þar sem hver tón- tegund frá 1 til 8 er með sama hætti tengd atriðum úr ritningunni. Upphaf íslensku hómilíubókarinn- ar er dæmi um þetta, sbr. Róbert A. Ottósson (1970) bls. 172-73. 72 Wichner (1897) bls. 13. 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.