Ritmennt - 01.01.2003, Page 146
VILHJÁLMUR STEFÁNSSON
RITMENNT
straumnum, en síðan sigldu þeir með fram strönd-
inni og fyrir suðurodda Grænlands og tóku fyrst land að því er
virðist á Herjólfsnesi - eins og kaupskip gerðu a.m.k. venjulega.
Brottför virðist hafa verið með nýjum hætti, er Leifur sonur
Eiríks rauða sigldi 999 úr norðvestri fyrir suðurodda Græn-
lands, þaðan til Suðureyja og loks til Noregs. Eins og siður var
íslenzkra og grænlenzkra höfðingja á þeim dögum, fór hann til
hirðar Noregskonungs. Honum var vel tekið, og dvaldist hann
þar um veturinn.
Kóngurinn, Ólafur Tryggvason, hafði snúizt af miltilli ein-
drægni til kristinnar trúar og gengið hart fram síðustu árin í að
kristna eða a.m.k. að slcíra landa sína, ósjaldan með reitt sverðið
á lofti. Hann ráðgerði og kristniboð á íslandi og Grænlandi. í
Ólafs sögu hans segir meira frá áformum hans í því efni á
Islandi, en hún minnist einnig á það, sem hér skiptir meira máli,
að hann fékk um veturinn talið Leif á að taka við kristni.
Þegar svo var lcomið, þótti konungi einsýnt, að hann hefði
kristniboða með sér til að snúa Grænlendingum til kristni.
Sagan segir, að Leifur væri tregur, efaðist um, hversu Eiríki rauða
félli þaö, að einn úr fjölskyldu hans gengi til liðs við trúar-
brögð, er gamla manninum fyndust framandi og litlaus og lítt
við hæfi skörunga.
En Leifur lét að lokum til leiðast, og fékk konungur honum
tvo presta, er hjálpa skyldu honum við trúboðið.
Leifur lét í haf vorið 1000 og stefndi beint á suðurodda Græn-
lands. Engin þeirra sagna, er segja frá siglingunni, lýsa henni
nákvæmlega, en síðari lýsingar, bæði íslenzkar og norskar, er
lúta í aðalatriðum að sömu ferð, eru á þann veg, að eklci sé siglt
milli íslands og Færeyja, heldur Færeyja og Hjaltlands, með það
í fyrstu á vinstri hönd, en svo Færeyjar á hægri hönd svo rúmt,
að sjór væri í miðjum hlíðum fjalla beggja eyjanna.
Við vitum ekki, hvort Leifur eftir að hann sigldi fram hjá
Færeyjum sveigði of langt til vinstri og sá því ekki suðurodda
Grænlands eða hann missti af honum vegna þoku. Allt sem við
vitum er, að viö lcomu í landsýn áttaði hann sig á því, að þar var
eklci Grænland. Þeir fóru í land og fundu vínber, sjálfsáið hveiti
og ýmiss konar tré, meðal þeirra mösur. Eftir berjunum var
landið nefnt Vínland eða hvorutveggja þeim og frjósemi
landsins Vínland hið góða.
142