Ritmennt - 01.01.2003, Page 150
VILHJÁLMUR STEFÁNSSON
RITMENNT
135 mílur eða 5 ^/2 míla á klukkustund, þar sem kunn eru
samkvæmt Hovgaard dæmi 170 mílna siglingar á dag; þ.e. 7
mílna siglingar á kluklcustund.
Helluland, þar sem melrakkarnir voru svo margir, er þá senni-
lega á Baffineyju, þeim hluta hennar, sem liggur til suðurs frá
Dyerhöfða.
Norðurslóðakort úr sömu bók og grein sú sem hér er þýdd.
Sú leið suður á við, er leiðangursmenn nú fylgja, liggur frá
Dyer til Chidley-höfða á Labrador. Hún kemur heim við kortið,
en vegarlengdin nemur 450 mílum á tveimur dögum, þannig að
menn sigldu níu mílur á kluklcustund að meðaltali. Það er
noklcuð milcið, en vel hugsanlegt vegna hagstæðra hafstrauma
við Labrador.
En það væri undarlegt, ef elcki hefðu orðið óviljandi breyting-
ar á munnmælunum á þeim tveim öldum, er liðu unz saga Þor-
finns var skráð. Slíkar breytingar hefðu sennilegast orðið á töl-
um, t.a.m. tölum siglingardaganna. Það er erfitt að muna tölur,
ekki sízt þegar þær lúta að atriðum, sem sá er minnist ber ekki
skynbragð á, svo sem vegarlengdir milli staða, er hann hefur
aldrei komið til.
Það er ennfremur hægt að túlka á annan hátt vegarlengdir í
146