Ritmennt - 01.01.2003, Síða 153
RITMENNT
GRÆNLENDINGAR FINNA AMERIKU
tvíblaða árar, en vér vitum, að Eskimóar gerðu það, allir til
skamms tíma og margir enn.
í einni frásögn af Karlsefni og fundi hans við Skrælingja
segir, að þeir hafi haft með sér stokka og í dýramerg, dreyri
blandinn. Ferðalangar hafa það eftir Eskimóum, einum
Ameríltuþjóða, að því er virðist, að þeir tæmi merg úr löngum
beinum drepinna dýra og láti í skjóðu eða stokk. Blóðið síist
smám saman úr mergnum, og þegar skjóðan er opnuð eða
stokkurinn, sjást mergkekkirnir á floti í rauðu blóðinu líkt sem
maður sjái kirsuber eða annan ávöxt fljótandi í rauðum safa
sínum.
Annað atriði, þar sem vér sennilega erum að fást við
Eskimóa, er frásögnin af bardaganum, er lýsir því, að frum-
byggjar hafi notað valslöngvur. Hér verðum vér að minnast
þess, að valslöngvur voru ekki kunnar í herbúnaði íslendinga
eða Grænlendinga og þeir naumast þekkt þær nema af afspurn
- eftir víkingum eða öðrum norrænum ferðalöngum, svo sem
Karlsefni sjálfum á langferðum þeirra suður í gamla heiminn.
Og væri slöngva lítt þekkt, var Eskimói lcastandi einhverjum
hlutum alls ókunnur. í hita bardagans tekur maður e.t.v. ekki
svo nákvæmlega eftir hverju einu. En furðuhlutum veitti hann
athygli; ekki sízt, ef hann yrði fyrir barðinu á þeim. Sumir
manna Þorfinns féllu fyrir hlutum, er skotið var að þeirn. Það
er því ekki ósennilegt, að Þorfinnur hafi sagt, er hann árum síðar
var að reyna á íslandi að lýsa því, hversu Skrælingjar sltutu að
þeim hlutum, að þeir hafi notað til þess litlar slöngvur, hand-
slöngvur eða þess háttar. í munnmælasögnum af slíkum
bardögum, er gengið höfðu í tvær eða fleiri kynslóðir, áður en
þær voru skráðar, hafa slík tæki einungis orðið einfaldlega að
slöngvum. (Augljóst er, að þetta hafa ekki getað verið venju-
legar valslöngvur, því að þær voru notaðar í umsáturshernaði;
sagan lýsir frumbyggjunum, er þeir koma arkandi upp ströndina
og láta skotin dynja á Grænlendingunum.)
Það virðist allljóst, að Markland var skógi vaxið land, og
e.t.v. eitthvert trjálaust land lengra norður og austar en Nýja
England. Lega Vínlands er vafasamari. Þar vegur þyngst
mösurinn, sjálfsána hveitið og vínberin. Allt er þetta talið vaxa
á Vínlandi.
Menn eru á því, að mösur sé mösur, um hann er eklci að vill-
149