Ritmennt - 01.01.2003, Page 158
GALDRANÓTT í ÞJÓÐARBÓKHLÖÐU
RITMENNT
Þeófílusson í dýflissunni að Bessastöðum úr íslandsklukku
Halldórs Laxness, auk þess sem þeir brugðu sér í allra lcvikinda
líki. Þá var Galdrasýning á Ströndum með sölubúð í anddyrinu,
þar sem seldir voru seiðmagnaðir gripir. Veitingamaður
Þjóðarbókhlöðu, Hörður Valdimarsson, bar fram göróttan mjöð
og kynngimagnaðar kökur.
Skemmst er frá því að segja að Galdranótt í Þjóðarbókhlöðu
2002 heppnaðist mjög vel. Greinilegt var að Vesturbæingar
komu við á Galdranótt í Þjóðrbókhlöðu á leið sinni niður í
Miðbæ og fólk úr öðrum hverfum og sveitarfélögum gerði sér
ferð vestur á Mela til þess að bæta svolitlum galdri inn í þennan
hátíðisdag Reykvíkinga. Meðal þeirra sem heimsóttu Galdranótt
í Þjóðarbókhlöðu voru forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson,
og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, sem þáði litla galdragjöf
úr hendi landsbókavarðar.
Þóra Gylfadóttir
Fágæt kortabók
í sérsöfnum
Sérsöfn þjóðdeildar eru meðal þess merkasta sem er að finna í
Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni. Söfnin eru ólík, og
efni þeirra er fjölbreytt, t.d. kortafræði, slcáklist, læknisfræði,
leiklist og biblíuútgáfur. Meðal sérsafna er sérstakt landalcorta-
safn sem býr að miklu bókasafni um kort og kortagerð sem
Haraldur Sigurðsson og kona hans Sigrún Á. Sigurðardóttir
færðu safninu að gjöf árið 1994. Kortasafni tilheyra einnig
nokkrar fágætar erlcndar kortabækur. Þar má m.a. nefna einn
dýrgrip en það er útgáfa á hinum þekkta atlas kortagerðar-
mannsins Abrahams Orteliusar, Theatrum orbis terrarum, frá
árinu 1595. Kortabók Orteliusar kom út í 42 útgáfum á árunum
1570-1612, auk þess komu út nokkur viðaukabindi en það var
154