Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 5
Ritstjóri:
BRAGI SIGURJÓNSSON
Afgreiðsla:
Bjarkastíg 7 — Akureyri
Sími 604
STÍGANDI
Apríl—sept. 1947. — V. ár, 2. og 8. hefti
VETRI HEILSAÐ
Eftir BRAGA SIGURJÓNSSON.
Sumar er liðið ^umar ei fiðið, síðan hér var ritað seinast um
innlend vandamál og viðfangsefni, og er því ekki
úr vegi að skyggnast lítillega um þann vettvang að veturnóttum.
í síðasta hefti Stíganda var þess getið, hver væru helztu stefnu-
mið hinnar nýmynduðu stjórnar, sem þá var, sagt, að hún virtist
fremur svifasein, en hefði þó ýmislegt á prjónunum, sem of
snennnt væri um að spá, hvernig færi úr liendi, og mundi þar
auk viðráðanlegra orsaka miklu valda markaðsgengi og afla-
brögð. Þá var einnig bent á, live stefnumið stjórnarinnar hlytu
að verða afsláttarkenndari, þar sem um samkomulagsleið yrði að
ræða þriggja ólíkra flokka. Eins og alþjóð veit, vildi Samein-
ingarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn engan þátt eiga í
þessari stjórnarsamvinnu og tók þegar upp harðvítuga andstöðu,
fyrst á þingi og í blaðakosti sínum, en síðar á öðrum vettvangi.
Verkföll *^e®an stjórnarsamvinnan hélzt með Alþýðu- Sjálfstæðis-
og Sósíalistaflokknum var lítið um vinnudeilur og kaup-
liækkanir, enda eitt af samkomulagsatriðunum, að verkalýðs-
flokkarnir beittu áhrifum sínum í þá átt, og þá fyrst og frernst
Sósíalistaflokkurinn, sem hafði náð stjórnartaumunum í Alþýðu-
sambandinu og stærsta verkalýðsfélagi landsins, Dagsbrún. Hins
vegar hafði dýrtíð farið vaxandi og sii skoðun varð æ rótgrónari
Iijá verkamönnum, að þeir væru orðnir afskiptir urn kaup. Fram
að þessu liöfðu reykvískir verkamenn þó ekki gefið þessu veru-
legan gaum, því að sá háttur hafði tíðkazt þar að greiða nokkurt
6*
STÍGANDI 83