Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 99
að varla verður með vissu séð, livort dalur muni vera, eða aðeins
lægð í jökulinn, með háum bröttum hlíðum. Enda fannst dal-
urinn ekki svo vitað sé fyrr en um miðbik 19. aldar.
Gróðurfarið í Jökuldálnum mun vera mjög breytilegt eftir
tíðarfari hvers sumars, stundum er þar mikill gróður og hvann-
stóð í hlíðum, enda leitaði sauðfé þangað — einkum meðan frá-
færnalömb voru rekin á afrétt. Bárðdælir sóttu árlega í göngum
suður í Jökuldal um langan tíma. Sigurtryggvi Tómasson, bóndi á
Litluvöllum, fór um eða yfir 20 ferðir suður í Jökuldal til fjár-
leita. Mun alloft liafa verið hrollkalt suður þar í misjöfnum
haustveðrum. — En þolgæði og þrautseigja þessara gömlu áttvísu
garpa er jafnan minna metin en skyldi — meðal samtíðarmanna.
Við Sigurður riðum upp með Fjórðungakvísl og inn í Dal. Þar
voru ltagar nökkrir ogskildum við þar eftir tvo lrestana, en riðum
síðan upp dalinn. í lægðinni upp úr dalbotninum kom sólin í
ljósmál, en hvarf brátt suður fyrir fjöllin, svo að skuggsælt varð
í dalnum. Við fundum ræfla af tveimur lömbum, sem háð höfðu
þar sitt helstríð í ójöfnum leik við Vetur, konung þessa jötun-
lieims.
Þegar við komum niður þangað, sem hestarnir voru og far-
angurinn, þá liitaði ég kaffi, en Sigurður lagðist fyrir og mókti.
Hann drakk samt með mér kaffisopann, og svo bjuggum við
ferð okkar í skyndi, því að hvorugan okkar fýsti að dvelja hér til
lengdar við þær aðstæður, er fyrir hendi voru. Þegar við komum
vestur í dalmynnið, sagði Sigurður, að feginn væri hann að komast
burtu úr þessu helvíti, „þar sem ekki sæist einu sinni fugl.“ En
við höfðum samt séð fjórar gæsir, sem flugu burtu, um leið og
þær urðu okkar varar í dalnum, það var nú allt fuglalífið. En víst
er um það, að minnisstæð verður hverjum ferðamanni hin hljóða
kyrrð, er ræður ríkjum hér í þessum furðulegu tröllabyggðum.
Við héldum nú norður fyrir Tómasarhaga, þar sem Tómas
Sæmundsson gisti forðurn daga á leið norður í land. En hann
fékk veður af því, að þar í jöklinum myndi vera dalur, sem fannst
svo skömmu síðar. Það er Jökuldalurinn.
Við tókum stefnuna vestur, sunnan við Fjórðungsöldu og
komum þar á veginn með vörðunum.
Sigurður mókti oft á hestinum eða hálfsvaf, líðan hans var slæm
og útlitið skuggalegt.
Syðst á Kiðagilsdrögum stönzuðum við litla stund, þar sofn-
aði Sigurður og gekk mér illa að vekja hann. Þá fór Sigurður að
12
STÍGANDI 1 7 7