Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 107
Pétur Jónsson, Jón P. Þorsteinsson og Óskar Illugason, allir frá
Reykjahlíð; Halldór ísfeldsson, Kálfaströnd; Geirfinnur Þorláks-
son, Skútustöðum; Helgi Stefánsson, Haganesi og Tórnas Sigur-
tryggvason, Neslöndum, sem slóst í förina á síðustu stundu af
þeim ástæðum, að maður brást frá Alftagerðisbændum.
Norðanhríð var og veður óálitlegt. Flutningur okkar var fluttur
á nýjum skíðasleða, sem Pétur hafði látið smíða. Vó flutningur-
inn allur 103 kg, en sleðinn 14 kg. Ókuði við sleðanum til skiptis
fjórir í einu, 2 km hvor flokkur.
Þegar komið var austur að Sveinahrauni, var liði skipt og
liraunið smalað í samvinnu við Helga og Þorstein, bræður frá
Geiteyjarströnd, sem voru okkur samferða til að vitja um ær sínar
í Búrfellsmel. Komu þeir hingað til gistingar um kvöldið.
Neðan við Hrauntagl fundust 55 ær, og var ein tóubitin á
snoppu. Varð að slátra henni.
Er við höfðum fengið hér hressingu, kvaddi aldursforseti far-
arinnar, Sigurður Einarsson, sér hljóðs. Bauð hann fyrst alla vel-
komna hingað austur. Þar næst kvað hann liggja fyrir að kjósa
embættismenn og benti á Pétur Jónsson sem fararstjóra og Hall-
dór ísfeldsson sem ritara. Var hvort tveggja samþykkt í einu
hljóði. Aðstoðarritari var kosinn Geirfinnur Þorláksson.
Tók þá fararstjóri til máls. Kvað hann næst mundi að kjósa
bryta. Gat hann þess, að svo vel vildi til, að hjá oss væri sá maður,
er mestan orðstír hefði hlotið fyrir matreiðslu hér í kirkjunni,
svo að vart mundi þurfa til atkvæða að ganga. Brytinn tilvonandi
skýrði og frá því, að hann hefði þar að auki gengið í hússtjórnar-
skóla á síðasta vetri. Því var tekið með miklum fögnuði og var það
einróma ósk allra, að hann yrði bryti fararinnar. Maðurinn var
Jón P. Þorsteinsson. Er víðræmt, hvílíkur fádæma snillingur
hann er við matarstörf.
Aðstoðarbryti var kosinn Helgi Stefánsson.
Þá er menn höfðu lokið verkum, var gengið til náða.
Að mogni Marteinsmessudags, þriðjudaginn 11. 11., var veður
bjart og kyrrt, frost 9°. Bjuggumst við til ferðar í skyndi. Fóru
Pétur, Halldór og Helgi um Vallhumalslág, Fjallagjá og Glæð-
urnar syðst. Fundu þeir eigi margt fé, en snæuglu sáu þeir, er kvað
hafa verið á stærð við kálf. Gerðist hún alláleitin við suma þeirra
félaga. Þó komust jDeir slysalaust til baka.
Jón fór í Kollhólalindar og fann Jjar 13 kindur.
Sigurður og Óskar fóru í Norðurmel, en fundu þar enga
STÍGANDI 185