Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 18
Svo greip karlmaðurinn um stúlku sína og lét fallast með hana
niður á hvílubeðinn.
Allt gerðist þetta svo jafnsnemma, að eitt varð ekki aðgreint frá
öðru í tímanum. Voru það þessir fuglar? Eða var það þetta, sem
kemur í annarri mynd en það átti að koma? Eða var það eitthvað,
sem særði metnað og sjállsþótta? Eða var það hugsun, sem fann
áttirnar og sá til fjálla út úr þokunni?
Um það verður ekki sagt. Kannske eitthvað af þessu eða allt.
Kannske enn annað. Hún liratt honum frá sér, spratt á fætur og
stamaði:
— Hvað á allt þetta að þýða eiginlega?
Hann var líka staðinn á fætur og vék sér fyrir dyrnar.
— Nei, sagði hann fast, ekki að fara. Lofaðu mér að tala svo-
lítið við þig. Hvaða æsing er þetta allt í einu?
Og eins og til að sefa þessa óvæntu æsingu, gerði hann nýja til-
raun til að leggja arma yfir axlir hennar.
— Farðu, skipaði hún og snerist á hæli.
Ef menn halda, að það liafi verið nálægt Þórði Þorvaldssyni
að gefast upp við þetta, þá er það misskilningur og vanmat á karl-
mennsku hans.
— Asta, sagði hann hlýtt og gerði enn tilraun til að nálgast
stúlkuna. Þú mátt ekki misskilja mig.
Hún greip í það, sem var hendi næst. Það var kassafjöl.
— Ég drep þig, ef þú snertir mig, sagði hún og reiddi upp fjöl-
ina. Eg drep þig, segi ég, ef þú ætlar að verja mér dyrnar. Held-
urðu, að ég sjái ekki og skilji ekki og viti ekki, hvað þú meinar
og hefir alltaf meint með þessu öllu?
Honum féllust gjörsamlega hendur. Slíkt skaplyndi var enn
óþekkt í hans unga lífi.
Svo vatt hún sér út hjá honum og hljóp út í nóttina. Komin
var dálítil rigning. Hún var kápulaus, berhöfðuð og með fjölina
í hendinni. Þannig búin hafði hún komið, utan það að fjölina
hafði hún fengið síðan.
Heima við bæjardyr kastaði hún fyrst frá sér fjölinni, skauzt
inn í bæinn og fleygði sér upp í rúmið sitt í öllum fötunum og
gekk þá upp og ofan af mæði og ekka.
Næsta morgun, sem var sunnudagsmorgun, kom Þórður heim
að Þvergili. Hann hitti yngstu börnin ein úti og fékk hverju
þeirra rauðan miða með orðunum: 100 krónur. Börnin urðu
9fi STÍGANDI