Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 55
elskulega konan mín minntist á það einu sinni, hve barnið — þetta
var drengstúfur — væri líkt honum pabba sínum. Ég sagði henni
þá, að mér fyndist barnið líkjast honum Rassmusi Rassmussyni,
nágranna okkar. Þetta sagði hún, að sér fyndist líka, við Rassmus
hlytum að vera náskyldir, ef til r ill hálfbræður, þó að við ekki
vissum það, það væri svo erfitt að vita, hvar og livenær ættirnar
kæmu saman, en föðurbræðrum yrðu menn líkastir, eins og allir
vissu, svo að lnin væri ekki liissa, þó að barnið væri líkara Rass-
musi en mér. Hitt veit ég, að Rassmus var mér alltaf eins og bróðir
og hinn bezti nágranni og hugsaði um mitt heimili eins og sitt,
þegar ég var fjarverandi — jafnvel meira um rnitt heimili, því að
þaðan fór hann ævinlega seinast af vaktinni.
Þegar ég bauð honum þóknun fyrir hans þjónustu, vildi hann
ekki heyra eitt orð í þá átt, sagðist þegar liafa tekið sín laun, enn
fremur að slíka konu mundi hann ekki láta líða, meðan hann væri
nokkurs megnugur, enda væri það skylda góðra nágranna að sjá
svo um, að konur hefðu ekki ástæðu til að sakna eiginmanna
sinna né sjá eftir þeim, þótt þeir færu eitthvað út í buskann.
Ég þóttist skilja, hvílíkan gimstein ég ætti fyrir konu, en ég
hafði ástæðu til að fyrirverða mig fyrir Jrað, að allir virtust vita
það fyrr en ég. Svo var og hitt, að allan tíma dagsins var ég bund-
inn við líkamlegt erfiði úti við, og hafði ég ekkert tækifæri til að
kynnast henni persónulega á milli máltíða. Nóttin kernur og eng-
inn fær erfiðað, enda sváfum við í sínu herberginu hvort — eg á
flatsæng; hennar rúm sá ég aldrei.
Ég fór að harma Jjað með sjálfum mér, að ég gat ekki notið í
ríkulegri mæli návistar elskulegu konunnar minnar, og til að
reyna að ráða bót á því réði ég til mín vinnumann.
Ekki leið á löngu áður en hann fann Jrað jafnvel betur en ég,
hve mikiU dýrgripur konan mín var, og kvað svo rammt að því,
að hann gat ómögulega slitið sig frá henni og hafði svo mikið
yndi af að tala við hana, að hann varð alveg orðlaus og fór að sitja
hjá henni steinþegjandi. Ég fór undir eins, sem von var, að verða
upp með mér af að eiga slíka konu — stórgáfaða og framúrskarandi
aðlaðandi og eftirsótta.
Úr því sem komið var, hugsaði ég mér það hagkvæmlegast til
að þekkja hana, elskuna, að komast í samband við hana í gegnum
vinnumanninn, því að það var hvorttveggja, að við gátum ekki
notið návistar hennar báðir samtímis, og ekki var viðlit, að ég
hætti útiverkum að svo stöddu. Þá var það líka, að ef vinnumann-
STÍGANDI 133