Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 6
eftirvinnukaup daglega, svo að dagkaup varð allmiklu hærra
en séð varð á kauptaxta.
Fram að þessurn tímum 'höfðu allflestir landsmenn lifað í þeirri
sælu vissu, að dansinn um gullkálfinn gæti óhindrað haldið á-
fram. En skyndilega urðu þó veðrabrigði með þjóðinni. Henni
varð allt í einu og raunar háskalega snögglega ljóst, að veizlan á
Sólheimum væri senn úti. Atvinnurekendur gerðust sýtingssamir
um kaup og framkvæmdir drógust saman. Verkalýðurinn tók að
óttast um atvinnutekjur sínar og gerði kauphækkunarkröfur.
Stjórnarandstaðan leiddi baráttuna.
Kaupkröfustefnan var þó ekki alls ráðandi meðal verkalýðsins.
Leizt mörgum meir undir stöðugri vinnu komið en háum kaup-
töxtum og var verkalýðshreyfingin allmjög tvískipt í málum
þessum. Þó urðu víðtæk verkföll meðal félaga, sem stjórnar-
andstaðan átti valdaaðstöðu í: Dagsbrún, Félagi járniðnaðar-
manna í Reykjavík. og verklýðsfélögum við síldarverksmiðjur
ríkisins.
Blöð stjórnarflokkanna deildu rnjög á stjórnarandstæðinga fyr-
ir ábyrgðarleysi gagnvart aðalatvinnuvegi þjóðarinnar, þar sem
síldarútveginum væri stefnt í bráðan voða með verkföllunum,
en stjórnarandstaðan kvað alia ábyrgð hvíla á stjórninni, þar eð
hún hefði ekki viljað ábyrgjast Verkalýðnum, að tekjur hans
yrðu eigi skertar. Taldi stjórn Dagsbrúnar, að hún hefði beiðzt
þeirrar yfirlýsingar af ríkisstjórninni og skyldi þá eigi lagt
út í kaupdeilu, en ríkisstjórnin telur engar slíkar óskir hafa
komið frarn af hálfu Dagsbrúnar, og stendur þar fullyrðing gegn
fullyrðingu.
Niðurstaða verkfallanna varð sú, að Dagsbrún fékk 15 aura
grunnkaupshækkun á klst., en önnur félög náðu engum kjara-
bótum fram yfir það, sem þegar hafði verið boðið í upphafi
kaupdeilnanna. Bæði atvinnurekendur og verkamenn urðu fyrir
miklu tjóni vegna verkfallanna, og mun það tæpast verða reikn-
að, svo að ekki skeiki. Úti um land mun stjórnarandstaðan liafa
tapað á verkföllunum, en í Reykjavík sennilega heldur styrkzt.
g,^ Síldin gerði mönnum enn þann óleik að vera vandgripin
í herpinæturnar, og þegar leið á sumarið, varð ljóst, að hún
yrði eigi slík gullnáma, sem vænzt hefði verið og nauðsyn bar
til, ef vel ætti að fara um gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Nú var
svo kornið, að allar gjakleyrisinnstæður voru uppgengnar, þær
84 STÍGANDI