Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 70
Þrastaskógur og umhverli
Ég las sem barn, að Tryggvi Gunnarsson hefði keypt og gefið
ungmennafélögunum Þrastaskóg. Var honum lýst nokkuð og
rómuð fegurð og lega. Síðan hefir skógur þessi verið hjúpaður
ljóma ævintýrisins, sem bernskunni er alltaf svo gjarnt að sveipa
hlutina í, einkum ef þeir eru séðir með augum annarra, sem
kunna að lýsa á hrífandi hátt.
Nú lá leið okkar í gegnum skóg þennan, og virtist mér hann
alls staðar smávaxinn. Mun jarðvegsskorturinn há vextinum, því
að grunnt er víðast á hraunið. Innan um kjarrið og fagrar hríslur
gnæfa hraundrangar í ótal myndum. Þarna eru og hraunhellar og
blómahollar, enda fjöldi sumarbústaða og tjalda í skóginum.
Þarna er dásamlega fallegt. Fjöldi hólrna eru í Úlfljóts- og Alfta-
vatni, grónir skrautblómum og fögrum trjám, og vötnin eru svo
grunn, að víða má vaða, enda notað mjög af sumargestum. Aftur
á móti er Sogið milli vatnanna óvætt og óreitt. Veltur það áfram
bakkafullt í kaststreng, en einkennilegt þótti mér, að það brýtur
ekki grasbakka sína, eins og vatnsflaumurinn fór þó hamförum.
Hjálpar líklega þar, að vatnsmagnið er alltaf eins.
Sveitin Grafningur, hinum megin við vötnin, er dásamlega
fögur. Skiptast á hringlaga hvolf millum himingnæfandi fjalla,
og eru reisulegir bæir vel settir í umhverfinu, líkt og augu í fal-
legu andliti, og lagði frá þeim fjallháa reyki í kyrrð þessa sólríka
morguns. Hefi ég hvergi séð eins augljósan skyldleika með verk-
um meistarans með meitilinn, Einars Jónssonar, og þessari hríf-
andi fögru sveit. Mætti næstum ætla, að sami væri listamaðurinn
að sköpun hvorutveggja listaverkanna.
Við Sogið er Ljósafossstöðin, mesta rafstöð á landi hér, að
minnsta kosti 10 sinnum stærri en okkar góða Laxárstöð. Feng-
um við að skoða hana og urðurn stórhrifnir. Var sem klöppin
og þykkir steinveggirnir nötruðu, þegar „kvörnin var hrist". Við
fórunr út á stífluna eins og kornizt varð og virtum fyrir okkur ó-
henrju vatnsnragnið, senr steyptist í pípusvelginn. Mun þó ekki
notað nreira en i/4 vatnsmagnsins; hitt fór yfir stífluna og bíður
síns tínra. Þegar við höfðum starað á lrrynjandi vatnsins unr stund,
seiddir af ólrenrjuorku Jress, kom starfsmaður einn til okkar og
bauð okkur að koma með sér inn í stífluna og í gegnunr hana, og
tókum við því nreð þökkunr. Gengunr við fyrst niður stiga og
síðan eftir göngum nriklunr, unz við konrunr út lrinunr megin við
148 STÍGANiri