Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 144
ur lalizl, hefir forlagið lielilur ekki bor-
ið fram fyrir lesendur sína. Þetta er hér
gert að umtalsefni vegna þess, að nú er
forlag þetta eign SÍS, stórs og voldugs
fyrirtækis, sem gera verður aðrar og
meiri kröfur til heldur en útgáfufélags
í höndum einstaklinga. Ef vel verður á
haldið, hefir Norðri flest skilyrði til að
verða einn aðsópsmesti bókaútgefandi
hér á landi og skiptir því miklu, að bæk-
ur þær, sem hann velur til útgáfu, séu
til mcnningarauka.
Síðan Stígandi kom síðast út, hafa
honum borizt til umsagnar þrjár frum-
samdar Norðrabækur, tvær þýddarskáld-
sögur og þrjár barnabækur. Frumsömdu
bækurnar eru Görnul blöð eftir Elin-
borgu Lárusdóttur, Fegurð dagsins eftij
Kjartan J. Gíslason frá Mosfelli og
A Dælamýrum eftir Hclga Valtýsson.
I’ýddu skáldsögurnar cru Á Svörtuskerj.
um eftir Emilie Carlcn og Rússneska
hljómkviðan eftir Guy Adams. Barna-
bækurnar heita Beverly Gray fréttarit-
ari, Mary Lou í langferð og Kata
bjarnarbani.
Gömul blöð eru smásögur, 12 talsins.
Erú Elinborg Lárusdóttir hefiráfámár-
um gerzt mjög afkastamikill höfundur,
og af mörgurn eftirsóttur höfundur.
Raunar hefir oft virzt, að hún væri
fljótvirkari en hvað vandvirk hún væri,
en í flestum bókum sínum hefir hún
kunnað þá list að halda athygli lesenda
sinna vel vakandi, og hún á yfir látlaus
um og innilegum stíl að ráða, þegar
henni tekst bezt upp, og í sumum smá-
sögum Gamalla blaða nýtur hans ein.
mitt vel. Einna eftirminnilegastar verða
sögurnar Samúð og Rúsínur, og í þær
spinnur höfundur þætti, sem annars hef-
ir ekki mikið gætt í verkum hans:
beizkjukímni, sem hittir dllvel í mark.
Annars eru flest söguefnin fremur venju-
leg og ekki á þeim tekið mcð nýjabragði.
I'ess vegna er ekki um það að ræða, að
Gömul blöð auki nokkru við skáldhróð-
ur höfundar.
Fegurð dagsins cr ljóðabók, sú fjórða
í röðinni eftir höfundinn. Sá, er
þetta ritar, hafði eigi átt þess kost að
kynnast fyrr verulcga kvæðum þessa
höfundar og opnaði því bók þessa með
allmikilli forvitni. Höfundur hafði einn-
ig fengið vingjarnlega dóma í sunnan-
blöðunum, en þó virtust þeir allmjög
bera keim af kunningjaritdómum eða
þeim sporgengilshætti, sem margra rit-
dómara er siður: að éta sömu súpuna
hver upp eftir öðrum. Þvi miður varð
mér hugboð þetta að veruleika við lest-
tirinn: Kjartan J. Gíslason er ekki skáld,
heldur það, sem nú er kallað liagyrð-
ingur. Það er furðulegt, að þetta skuli
vera fjórða bók höf. og enginn hafi enn
vcrið svo hreinskilinn að kveða upp rir
með þennan sannleika. Yrkisefnin cru
hversdagsleg, og er ekkcrt við því að
segja, ef þau væru ckki tekin ósköp
hversdagslegum tökurn. Það kemur varla
fyrir, að lesandinn livessi augun og hríf-
ist mcð fallega sögðum ljóðlínum, og sé
hann nær því kominn á þá skoðun, að
eitthvert kvæði sé virkilega gott, er ein-
hverjum hnút í það hnýtt, sem spillir
gæðunum. Gott dæmi um slíkt er kvæð-
ið Haustljóð, sem er með beztu kvæð-
vtnum, cn er skennnl með hversdagslegri
spurningu í niðurlagi þess. Líkt má
segja urn Kórljóð, annars allgott kvæði,
Septembermorgunn, sviplítið, þrrigja er-
inda kvæði, þar sem síðari helmingur
2. er. er rnjög „flatur". Og þannig m.etti
lengur telja, eða a. m. k. fer þeim, er
þessar línur ritar, svo, að hann kemst
mjög óvíða í „takt" við höfundinn. En
það skal tekið fram af fullri sanngirni,
að slíkt getur verið sök þiggjandans.
Á Dælamýrum cru söguþættir og riss
eftir Helga Yaltýsson. Aðalsöguþáttur-
inn, Á Dælamýrum, birtist fyrir alllöngu
í Eimreiðinni og vakti þá víða allmikla
athygli, ef til vill að nokkru vegna hins
framandi söguefnis, því að sagan gerist
222 STÍGANDT