Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 16
Iiillu og engum skáp og ekki einu sinni fjalir í gólfinu. Þarna sat
þessi snyrtilegi piltur iðulega á kvöldin hjá sveitakonunni á gam-
alli búrkistu og drakk kaffi við eldhúsbekkinn.
Hvernig gat annað verið en hinni vinnulúnu almúgakonu gæt-
ist allvel að svona pilti? Hvernig gat annað verið en að börnin
liefðu dálæti á þessum gesti, sem færði þeim venjulega brjóst-
sykur eða súkkulaði, og hlökkuðu tií, þegar hann kom. Hvernig
gæti annað skeð, en ung stúlka á 19. árinu, sem öll sín 18 ár hafði
dvalið þarna, fátt annað séð og varla verið eina nótt að heiman,
færi að sjá suma hluti í nýju ljósi? Það duldist heldur engum, að
Þórður sóttist eftir að tala við hana, segja henni um framandi
hluti, fá liana til að fylgja sér til dyra, stundum lengra.
— Þeir kunna að veiða, þessir iðjuleysingjar að sunnan, sögðu
. nágrannarnir. Kannske fleira en lax, kannske fleira en ófriðlýsta
fugla.
— Þetta eru blóðsugur, sagði bóndinn eitt sinn við konu sína
að kvöldlagi, er Ásta gekk með gestinum áleiðis ofan að ánni.
Hún leit á hann spyrjandi.
— Nei, sagði hún. Það er ómögulegt að vantreysta svona manni.
— Þeir geta ekki vik, en rangla um og drepa að gamni sínu.
Fyrst leigja þeir árnar og látast vera að veiða lax. Látum það vera,
En landeyðuskapur er það og ekki annað. Svo drepa þeir allt
annað, sem fyrir þeim verður, jafnvel hálfvaxna unga og mæður
þeirra og hafa þessa laxveiði í blóra. Hann er þessi Þórður með
reyklaus og nærri hvelllaus skot. Þó er hinn enn verri að því leyti.
Þeir hirða varla laxinn, sem þeir fá, og alls ekki fuglana. Særa
bara og drepa að gamni sínu og kasta því svo frá sér. Guð má
vita, hvort þessi vinur ykkar er ekki að taka af okkur barnið, fleka
hana Ástu, særa hana, eyðileggja liana, og henda henni svo frá
sér, henda henni eins og lóunni, sem ég fann í morgun með kúlu-
far gegnum brjóstið.
— Guð varðveiti þig, maður, að tála svona- Nei, þetta gerir
Þórður aldrei. Ég þekki hann of mikið til þess, að ég trúi nokkru
misjöfnu upp á hann.
Svo var það eitt kvöldið eftir hálfan mánuð eða svo. Veðrið
var unaðslegt. Ásta hafði gengið með Þórði áleiðis ofan að ánni.
Það blakti ekki hár á höfði. En einhver þungi hafði lagzt í loftið.
Svo skilyrðislaus friður ríkti þetta miðsumarkvöld, að varla heyrð-
ist í fugli, og andirnar morruðu dottandi á ánni í vikjum undir
löndunum.
94 stígandi