Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 150
Jólabækur ísafoldar 1947
SÖGUR ÍSAFOLDAR. Björn heitinn Jónsson var snillingur á íslenzkt
mál og bókmenntasmekkur hans góður. Sögurnar, sem hann þýddi
í Isafold, Iðunni gömlu og víðar, náðu alþjóðarhylli, og hafa menn
spurt um endurprentun á þeim árum saman. Nú verður endurprent-
að úrval þessara sagna, sem Sigurður Nordal velur. 1. bindi kemur
út fyrir jólin.
DALALIF II. Fyrir jólin í fyrra kom út bók eftir íslenzka alþýðu-
konu, sem vakti óskipta athygli og góða dóma. Það var Dalalíf, eftir
Guðrúnu frá Lundi. Fyrir þessi jól kemur út niðurlag bókarinnar.
VIRKIÐ í NORÐRI. Þessi bók hefir vakið meira umtal en nokkur
önnur íslenzk bók á sxðari árum. Fyrri hlutinn kom í vor. Nú kemur
niðurlag bókarinnar og mun ekki vekja minni athygli en fyrri hluti.
ÚR BYGGÐUM BORGARFJARÐAR II. Allir kannast við fræði-
manninn Kristleif Þorsteinsson á Stóra-Kroppi. Nú fyrir jólin kem-
ur annað bindi af ritum hans: Úr byggðum Borgarfjarðar.
VINIR VORSINS, barnabók eftir Stefán Jónsson, vinsælasta rithöf-
undinn, sem nú ritar barnabækur. Fjöldi gullfallegra mynda er í
bókinni eftir Halldór Pétursson.
ÆVINTÝRI OG SÖGUR, eftir Ásmund Helgason frá Bjargi. Falleg
ævintýri, sem hafa gengið og munu ganga mann frá manni, skráð
og óskráð.
LEYNDARDÓMAR INDLANDS, stórmerk bók eftir Brunton.
Á LANGFERÐALEIÐUM, ferðasögur eftir Guðmund Daníelsson,
rithöfund. Á árinu 1946 fór Guðmundur til Bandaríkjanna og ferð-
aðist þar frá hafi til hafs og lenti í ýmsum skemmtilegum ævin-
týrum. Frá þeim ævintýrum er sagt í bók hans.
FRÚ BOVARY, eftir Gustave Flaubert, og margar fleiri ágætar
bækur.
BORGFIRZK LJÓÐ, ein þeirra bóka, sem mesta athygli mun vekja
á þessum vetri.
LASSI, framúrskarandi skemmtileg drengjasaga.
BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDAR