Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 71
affallið. Munu göng þessi tif mikilla þæginda í illviðrum og vatns-
roki. Síðan sýndi hann okkur vélasalinn og útskýrði aðalatriðin.
En ófróður leikmaður man slíkt varla stundu lengur. Svo hljóð-
látt var þarna í salnum, að við heyrðum prýðilega hver til annars.
Eg tók eftir, að haugar af dauðum flugum lágu um allt, og spurði,
hverju það sætti. Jú, þeir höfðu náð í eitthvað af undralyfinu
D.D.T. daginn áður, og gæddu strax flugunum á því. En þær
höfðu verið orðnar þarna hreinasta plága.
Við austurenda stíflugarðsins er að myndast ný Peningagjá,
vottur þess, að nóg muni til af þeirri vöru.
Svo er farið inn í bílinn á ný, og eins og leið lá niður með Ing-
ólfsfjalli, klettóttu og hrikalegu, og mun sjálfsagt agalegt að sjá,
þegar það hristir af sér grjótið, eins og hundur af sundi hristir af
sér vatn, — en slíkt skeður nú ekki nema í jarðskjálftum.
Og nú erum við komnir að nýju brúnni á Ölfusá og leggjum
tafarlaust út á hana. Nötrar hún við, þegar bíllinn skríður eftir
henni, enda er hafið langt milli stólpa. Straumhnútárnir undir
brúnni sýna, að rnaður sá, er bjargaðist úr ánni í hittiðfyrra, hefir
enginn miðlungsmaður verið.
Flóinn og Holtin
Þegar ég var barn, lieyrði ég skrítnar sögur um Flóamenn. Það
var talað um þá vestur við Breiðafjörð, eins og þeir væru nokkurs
konar liöfuðlabbakútar, töluðu einu sinni ekki „almennilegra
manna mál“ heldur liið svonefnda „Flóamál“, — og fékk ég að
heyra sýnishorn af því, — sams konar sýnishorn lieyrir maður enn
í dag af máli því, er Hornstrendingar eiga að tala, ja, ég held alls
staðar annars staðar á landinu en á Hornströndum sjálfum. Ymsar
lítilsvirðingarglósur hafa gengið manna á milli um héruð þessi,
eins og kunnugt er. — En mín reynsla af fólki úr báðum þessurn
héruðum er sú, að það talar gott mál — sízt verra en Breiðfirð-
ingar, Eyfirðingar eða aðrir, sem um þau hafa talað, að það er
einnig gott fólk, einlægt og mannblendið, og stendur ekki öðrum
landsbúum að baki í einu né neinu.
Flóinn og Holtin verða einhverjar mestu búsældarsveitir þessa
lands, er stundir líða. Þar eru lítt tæmandi jarðræktarskilyrði, og
verði einhvern tíma af samyrkjubúskap á íslandi, verður það í
þessum sveitum fyrst og fremst. Þar er þegar þéttbýlt á íslenzka
vísu, en getur orðið miklu þéttbýlla, tún við tún, svo vítt sem
augað eygir.
STÍGANDI 149