Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 28

Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 28
eitt sameiginlegt ljós fyrir hverja fjölskyldu, hjú hennar og hús- mennsku, hvert rúm fullskipað af fólki við vinnu sína, unnið að tóskap í stórum stíl, kembt, spunnið og ofið í mestallan fatnað heimamanna, hærð ull í spariföt kvenna og barna, hárfínn tó- skapur, svo að gömlu konurnar drógu stundum, eftir því sem mér var sagt, ljórtán lmndruð þráða vefjarslöngur gegnum gift- ingarhringa sína. Sjálf man ég eftir tveggja lóða hespum með fjórtán knekkjum. Grófari vaðmál voru þá unnin í hversdagsföt ■og utanyfirfatnað karlmanna. Hæringur og ofanaftekin haustull í rekkjuvoðir, tog í ábreiður yfir rúmin, en allur ullarútgangur í smáband. Þá voru plögg heimamanna prjónuð í höndunum, hús- móðirin fær hverjum verk við sitt hæfi. Stórar og smáar hendur lueyfast örar, þegar kvæðamaðurinn hefur upp röddina og byrjar að kveða. Það er list kvæðamannsins að halda lotunni sem lengst í lok hverrar vísu, en á meðan skýrir móðirin fyrir börnunum efni hennar og kenningar. Þá lykst upp fyrir þeim nýr heimur, fullur starfs og atorku, og hugur þeirra fylgir þeim til fjarlægra landa, sem vinna sér þar fé og frama. Ótrúlega ung gera börnin greinarmun á réttu og röngu, enda höfðu rímnaskáldin það sér til ágætis, að þau gældu ekki við ódrengskapinn, í hvaða mynd sem liann birtist. Þegar rímurnar þrutu, rýmdi kvæðamaðurinn fyrir jDeim, sem las upphátt. Allt, sem náðist í, sem var til fróð- leiks og skennntunar, var lesið, langmest þó Noregskonunga- og íslendingasögur eða Fornaldarsögur Norðurlanda. Og nú skýr- ast enn betur kenningar skáldskaparins fyrir börnunum, þá verð- ur þeim það ljóst, hvers vegna gullið var nefnt Fróðamjöl, Oturs- bætur og Fýrisvallasáð o. m. fl. En að loknum lestri leiðir full- orðna fólkið saman hesta sína út af sögunum, hver kemur með sinn afhaldsmann frant á vígvöllinn og heldur fyrir hann skildi eftir mætti. Ég var svo lánsöm í æsku að vera samtíða ágætlega gefnu fólki, bæði körlum og konum, og mér er enn í minni orðaviðskipti þeirra, hver fylgdi sínu máli fram með einurð og festu, og þarna birtust mestu glæsimenn fornaldarinnar, atgervismenn hennar og spekingar og þeir, sem ágætastir voru að innræti — um varmenni var sjaldan talað nema jnu, er á einhvern hátt spunnu örlaga- þræði hinna úr rógi og óheilindum — og þá varð hverju barni ljóst, að hamingjudrýgsti eiginleiki hvers manns er að vera drengur góður. Ég sagði, að ég hefði verið svo lánsöm að kynnast ágætlega 106 STÍGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.