Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 60
framleiðsluna í líkmanuin með tóbaksnautn, eykur hættuna á, að
blóðið hlaupi og myndi kekki.
Hinar frægu tilraunir dr. Raymond Pearls sönnuðu, að þeir,
sent reykja mikið, stytta aldur sinn. Og við viturn öll, að sérfræð-
ingar ráða hjartabiluðum sjúklingum að hætta að reykja. En það
er dr. McCormick, sem á heiðurinn af að liafa við hjálp vísinda-
legra athugana leitt okkur fyrir sjónir, að vindlingurinn er einn
hættulegasti óvinur ntannkynsins.
Hér í Evrópu munu meira en 300 þúsund manna deyja úr
hjartasjúkdómum á þessu ári. Hár hundraðshluti þessara manna
mun deyja snögglega á bezta aldri úr hjartaslagi. Ef þér viljið fá
frekari sannanir, skuluð þér bara athuga heilbrigðisskýrslur, sent
sýna, hvernig dauðsföllum af völdurn hjartaslags hefir fjölgað í
réttu hlutfalli við auknar reykingar.
(Úr L’Union Mediciale. — Hér þýu úr Verden i ltag.)
Ingi Tryggvason.
Truflið ekki!
Kvikmyndafursti einn í Hollywood var seint og snemma ónáðaður a£ körlum og
konum, sem leituðu álits hans og dóma. Loks festi hann svohljóðandi gjaldskrá upp
úti fyrir skrifstofudyrum sínum:
Hlusta á hugmynd, meðan cg læt mér líða i hrjóst........... 500 doll.
Hlusta á hugmynd, meðan ég vaki ........................ 1.000 —
Hlusta á hugmynd, setn „er mjög snjöll" ................ 10.000 —
Lesa handrit, rituð af leikurum, sem ætla sjálfum sér aðal-
hlutverk .............................................. 25.000 —
Horfa á undrabörn ......................................... 500 —
Tala við mæður þeirra .................................. 50.000 —
Hitta „nýjar stjörnur" (karlmenn) ......................... 100 —
Hitta „nýjar stjörnur" (konur) ............................. 1 —
Hitta „nýjar stjörnur" (konur) — innan læstra dyra ..... ókeypis
Hann fékk vinnufrið!
(Saturday Evening Post.)
138 STÍGANDl