Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 108
skepnu. En þeir Geirfinnur og Tómas fóru austur aÖ Jökulsá til
að taka á móti kjöti, sent Austurfjallafélagið var að kaupa úr
Hólsseli. Einnig áttu þeir að liyggja nokkuð að fé í Ferjurönd
og víðar.
Þegar fram á daginn kom, fór að storma af suðri, og um kvöldið
var liiti orðinn 3°.
Um morguninn var sunnanstormur og 4° liiti, sem lækkaði, er
á daginn leið. Herti þá veðrið og jafnframt tók að frjósa. Reif því
næst upp skara og gerðist versta veður. Að síðustu færði hann sig
norður fyrir og tók að hríða. Þennan dag allan héldum við kyrru
fyrir í kirkjunni og skemmtum okkur eftir föngum.
Urn kvöldið var soðið af Hólselskjötinu og bragðaðist Jrað vel,
svo sem Pétur kvað:
Fýkur skrof og skýjarof,
skal ég krofið lofa.
Er þó dofinn upp í klof
af því að sofa í kofa.
Fimmtudaginn 13. 11. var veður kyrrt og bjart. Var þá farið í
aðalstykkin og talið. Taldist okkur svo til, að eigi væru nenta 40
kindur óséðar af því fé, sem vera átti hér austur frá.
4 kindur fundum við, sem eigi höfðu heimzt í haustgöngum.
Úr matreiðslubók Péturskirkju.
Páskalummur. Efni: 3 hnefar hafragrjón, 2 hnefar hveiti, % 1
vatn, 7 molar sykur, 18 plötur sakkarín, 1 matskeið salt, 1 teskeið
kakaó, 1 spaðbiti saltkjöt.
Þetta er handa þrem mönnum til miðdags. Vatnið, saltið, syk-
urinn, kakaóið og sakkarínið er sett í pott yfir eldi, og þegar
sýður, eru hafragrjónin látin út á og soðinn grautur í 5 mín. Þá
er potturinn tekinn ofan og hveitið hrært saman við og vatni
bætt í, svo að hæfileg soppa verði. Kjötið er skorið niður í bita
álíka stóra og litlar rúsínur og sett í soppuna. Síðan eru steiktar
úr þessu þykkar lunnnur og borðaðar heitar með biauði og
smjöri.
Úr áheitaskrá Péturskirkju.
,,í des. ’26 hétu þeir Þorlákur Jónsson, Skútustöðum, og Stefán
Ilelgason, Haganesi, að gefa sitt teppið hvor til Péturskirkju, ef
þeir fyndu tvær ær, er þeir leituðu. Fundu þeir ærnar og full-
nægðu áheitinu.
186 STÍGANDI