Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 127
Já-
Hvenær?
Þegar skipstjórinn vill það.
Hvers vegna heitir það Kate Adanrs?
Af því að það heitir það.
Hvernig er það á litinn?
Það er hvítt.
Hve lengi verðum við á skipinu?
Allan daginn og nóttina með.
Getum við sofið um borð?
Já, þegar við verðum þreytt, þá sofnum við. Og þegjurn svo,
skinnið mitt.
Mig dreymdi vakandi og sofandi um stóra, hvíta skipið, sem
klyfi sér leið um fljótið rnikla. En þegar burtfarardagurinn rann
upp og móðir mín leiddi mig niður á bryggju, sá ég aðeins lítinn,
vanhirtan bát, senr alls ekki líktist skipinu, er mig hafði dreymt
um. Ég var mjög vonsvikinn og grét hástöfum, þegar móðir mín
fór með mig um borð. Hún hélt, að ég vildi ekki flytja, og ég gat
ekki sagt henni, hvers vegna ég grét. En ævintýrablærinn lék á
nýjan leik um þetta skip, er ég tók að reika um þilfarið og horfa á
negrana, sem sátu að teningakasti, tvhiskydrykkju eða spilum,
dingluðu fótunum fram af kössum og tunnum, stýfðu mat úr
Iinefa, mösuðú og sungu. Faðir minn fór með mig niður í véla-
rúmið og Jrar stóð ég síðan tímum saman og horfði sem dáleiddur
á másandi vélina.
í Memphis bjuggum við í einnar hæðar húsi. Steinhús og stein-
stéttir ollu mér ömurleika og auðnarkenndar. Það var hvergi gras
né ann'an gróður að sjá, og mér fannst bærinn eins og dauðra ríki.
Ibúð okkar fjögurra — foreldra ininna og okkar bræðranna — var
eitt herbergi og eldluis. Fyrir framan húsið og að baki því voru
steintraðir, þar sem við bræðurnir gátum leikið okkur, en margir
dagar liðu, áður en ég þorði að hætta mér einn út á hinar fram-
andi götur.
í þessu húsi var það fyrst, sem ég skynjaði persónuleika föður
rníns. Hann var næturvörður í lyfjabúð einni í Bealegötu, og þeg-
ar ég rak mig á það, að ég mátti ekki hafa hátt á daginn, af því að
faðir rninn svæfi, varð hann í mínum augum sem eins konar tákn
Jiess, sem bannað var. Hann var löggjafinn í heimilinu og ég þorði
aldrei að hlæja í návist hans. Þegar hann sat og borðaði í eldhús-
inu, var ég vanur að standa á gægjum í dyrunum og horfa á þenn-
STÍGANDI 205