Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 13
Þetta voi u efnamenn. Hér höfðu þeir komið kvöldið áður og
slegið tjaldi. Fimm manna bifreið stóð skammt frá þeim, eða þar
sem þeir höfðu fremst komizt með hana.'Hér voru þeir að örva
hlóðrás sína og safna þrótti við sumar-sól í ágústmánuði. Til þess
er fé, að menn fansæli sig af því, var eitt sinn sagt viturlega. Til
þess er sveitin, að menn sæki þangað sólskinið á sumrin, sæki
þangað þrek sitt og þær lífsnautnir, sem þar bjóðast. Það er sveit-
anna hlutverk. Eða hvert skyldi það annars vera? Eina nótt og einn
morgun liafa þeir dvalið hér og séð lax stökkva upp úr iðunni,
mikinn lax og föngulegan. Marga stórfugla hafa þeir og séð fljúga
um geiminn og mey þeysa eftir bakkanum á göldum fola. Allt sýnd
veiði, en kannske ekki gefin, ekki enn.
I fyrra dvöldu þeir hinum megin á landinu. Umskipti eru góð
og nauðsynleg. Þessi laxáin í sumar, önnur næsta sumar. Þessi lax
og síðan annar iax. Þessi stórfugl, svo er að reyna við hinn. Föl-
leitur vangi í vetur og rauð vör. Sólbrennd sveitastúlka, berbakað
á ótemju í surnar, fáfróð og heimsk, en lieit og lifandi, máske ólm
og óstjórnleg, máske hikandi og feimin, sem tilbiður hið fjar-
læga og óþekkta. Hvað er lífið, ef menn kunna ekki að notfæra
sér gæði þess? Að sigra er að lifa, að lifa er að njóta.
Hárið er eins og gull og barmurinn eins og haf.
Þessari hugsun velti Þórður fyrir sér allan daginn fram undir
miðaftan. Þá rölti hann ofan með ánni að 1 íta eftir nýjum afla-
vonum.
Laxinn var tregur. Aðeins einn hafði tekið á hjá honum
skömmu eftir að huldumærin fór fram hjá. Stór lax og frækinn
með blikandi hreistur á hliðum og dimmblátt bak. Sá tók stórar
sveiflur til hægri og vinstri, svo langt sem taumurinn náði. En af
lipurð og liandlagni tókst Þórði Þorvaldssyni þó að þvæla hann á
endanum upp að bakkanunr. Þá var hann svo dasaður, að hann
lagðist á hliðina og gapti, laxinn. Það var stór stund. Hröðum
höndunr seildist stangveiðimaðurinn eftir ífæru og vildi bera í
fiskinn og kippa honunr þann veg á þurrt. Þá brá laxinn við enn
lrraðara en nokkru sinni fyrr og sleit nú út úr öngulhaldinu og
synti út í ána. Fall getur verið fararheill, lrugsar maðurinn og held-
ur neðar nreð ánni að kanna nýja stigu og nýjar vonir.
í hvammi við Þvergilið eru nrenn að binda hey úr lönum.
Margar lanir standa enn ósnertar og bundnir baggar liggja hér og
þar. Það er aldraður nraður og tveir unglingar innan við femingu.
Að eru reknir fimm reiðingshestar á brokki.
STÍGANDI 91