Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 56
inum datt í .hug, sem sjaldan kom fyrir, að lijálpa mér, afsagði
konan mín jjað með öllu og benti mér á, með fullri meiningu, að
það væri ekki ég, sem þyrfti fullorðinn karlmann til að stjana við
mig eða stumra yfir mér.
Þótt ég gæti ekki annað en samglaðzt honum að vera svona inn-
undir hjá henni, blessuninni, tók mér að leiðast að fá aldrei að
heyra af hans eigin vörum hans persónulega álit á henni eftir svo
nána viðkynningu. Loks hefir hann að líkindum komið auga á,
að eitthvað ámaði að mér eða lá mér þungt á lijarta og þess vegna
hrærzt til blíðrar meðaumkunar og sætt lagi, meðan konan mín
svaf, að koma út undir bert loft og segja mér nokkuð til hugsvöl-
unar.
Hann lýsti Jjá yfir því, að víða hefði hann verið í vinnu-
mennsku og undantekningarlaust elskaður af öllum húsmæðrum
sínum, en enga hefði hann J:>ekkt, sem kæmist í hálfkvisti við mína
konu, livað yndisþokka snerti og aðra fyrirtaks kvenkosti. Hann
sagðist hafa fundið J:>að hjá minni konu, sem liann hefði ekki
fundið hjá neinni annarri konu. — Einmitt gert sér far um að
finna það, tekið sér tíma til Jæss með svona loflegum árangri.
Hann ásakaði mig lyrir að liafa aldrei gert gangskör að því að
rannsaka hana eins kostgæfilega og hann liafði gert. Þarna fannst
mér gæta skilningsleysis hjá honum. Það er sitthvað að vera vinnu-
maður og húsbóndi. Vinnumaðurinn er sjálfráður sinna gerða,
frjáls og óháður og engum undirgefinn, en húsbóndinn verður
að vinna baki brotnu úti við frá morgni til kvölds, svo að honum
sé mögulegt að greiða vinnumanninum kaupið og sjá fyrir ómegð-
inni. — Samt hafði hann, minn góði vinnumaður, sagt margt mér
til verulegrar hjartans gleði.
Nokkrum dögum síðar, meðan elsku konan mín var að „pakka
saman“, sagði luin mér, að nú loksins liefði hún fundið mann,
sem sín væri verðugur, enda mundi hún fara með honum —
vinnumanninum — hvert á land sem hann vildi.
1 34 STÍGANDI