Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 45
legum þorpuni og friðsælum sumarbústöðum. „Ekki hefði ég
trúað því, að ég gæti hlakkað svona mikið til,“ hugsaði hún, „er
ég þá ekki á þessum mörgu árum orðin reynd og ráðsett kona?“
Svo var sjóferðinni lokið, og María stóð á bryggjunni með báðar
töskurnar sínar. Hún ætlaði að fara svo fljótt sem hún gæti með
lnaðlestinni til borgarinnar, Jrar sem hún hafði alizt upp og hús
föður hennar stóð. En það var erfitt að ná í bíl í þessum troðningi,
svo að María stóð nokkra stund ráðalaus yfir töskunum sínum.
„En sá mannfjöldi,“ þaut fram í huga hennar, „ég var alveg búin
að gleynra, að svona margt fólk er til hér. Sér þá enginn, að ég er
nýkomin frá útlöndum, ég, sem 12 ár hefi þráð að komast heim?“
Enginn maður veitti henni athygli.
Að lokum sat hún þó í lestinni. „Þegar ég stíg út úr vagninum,
þá standa þau þar öll: pabbi, Helga og. . . . nei, ekki mamma.“
María fékk eins og sting fyrir hjartað, móður sína myndi hún
aldrei sjá framar.
Til þess að vera fljót lil að komast út, hafði María tekið sér
stöðu með töskurnar sínar rétt við innganginn. Nú skárust braut-
arteinarnir og lestin hossaðist yfir spor. Gamalkunnugt umhverfi
þaut framhjá, stóra brúin, vatnsturninn, jaðarhverfið, og nú sást
gamla, kæra járnbrautarstöðin. Ekkert hafði breytzt, nema ef vera
skyldi, að stöðin var enn þá sótugri en áður. Hversu oft hafði
María ekki ferðazt frá þessari stöð, til afa og ömmu, þegar hún
var barn, og síðar í heimavistarskólann....
„Reyndu að láta fara svolítið minna fyrir þér, fröken, hér
kemst enginn maður frarn hjá.“
María hrökk við og pressaði sig upp að þilinu, til þess að
hleypa þessum beljaka framhjá. , Fröken“ hafði hann sagt, dón-
inn sá arna! Var hún þá ekki fimm barna móðir?
Lestin nant staðar og María komst út. Hún litaðist unr eftir
föður sínum og systur, en sá ekkert andlit, sem hún þekkti. Loks
stóð hún alein á brautarpallinum. Það var ekki einu sinni burðar-
karl eftir, sem hún gæti náð í. Það lá ekki annað fyrir en að
hún bæri töskurnar sjálf, ef hún ætlaði að konra þeinr út úr járn-
brautarstöðinni. Þannig náði lrún strætisvagninum og ók til út-
lrverfisins, þar senr faðir lrennar átti lreinra.
„Enginn hér heldur,“ sagði lrún við sjálfa sig. „Það er nrér
óskiljanlegt, ég sendi þó skeyti.“
Hún átti enn eftir fimmtán mínútna gang, og töskurnar sigu í.
„Þau lrefðu að nrinnsta kosti getað konrið nreð vagnkrílið,“ and-
STÍGANDI 123