Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 34
ir jafnvel skóla. Hún gefur út bækur og tímarit á ensku og ýmsum
fl.eiri málum, og kemur aðaltímaritið, Britian Today, út í 130.000
eintökum og á fjórum tungumálum, gefur bókasöfnum brezkar
bækur, lætur taka kvikmyndir, senr hún sendir um allan heim,
efnir til listsýninga, bóka- og ljósmyndasýninga, hljómleika og
leiksýninga. Hún styrkir mikinn l jölda stúdenta og kandidata til
náms í Bretlandi, bæði við háskóla og aðra skóla og á sérstökum
námskeiðum, og hún starfrækir stúdentaheimili og klúbba fyrir
erlenda stúdenta, janfvel þótt þeir séu ekki á vegum hennar. Og
ennfremur býður hún svo erlendum mönnum í kynnisferðir til
Bretlands.
Hér á landi hefir British Council starfrækt skrifstofu síðan
1941. Undanfarin ár hefir stofnunin veitt 3—4 íslenzkum kandi-
dötum og stúdentum styrk til náms við brezka háskóla og enn-
fremur aðra rninni styrki til náms við verzlunar- og iðnskóla og á
ýmsum námskeiðum. Hún liefir lánað fræðslumálastjórninni
kvikmyndir, gefið landsbókasafninu og skólum allmikið af ensk-
um bókum, boðið nokkrum Islendingum til Bretlands og annazt
margs konar fyrirgreiðslu.
Síðastliðið vor var mér boðið til mánaðardvalar í Bretlandi á
vegum þessarar stofnunar, og var í sjálfsvald sett, hvað ég vildi
kynna mér sérstaklega. Kaus ég fyrst og fremst að kynnast við-
skipta- og hagfræðideildum brezkra háskóla og dvaldi ég í því
skyni í London, Birmingham, Oxford og Cambridge, hitti fjöl-
marga af hagfræðikennurum háskólanna í þessum borgum, en
meðal þeirra eru ýmsir kunnustu hagfræðingar Breta. Jafnframt
óskaði ég þess, að geta kynnt mér stefnu og ráðstafanir brezku
jafnaðarmannastjórnarinnar í efnahagsmálum, og þá sérstaklega
þjóðnýtingarstefnu hennar og félagsmálalöggjöf. í því skyni var
mér komið í samband við ýmis ráðuneyti, stjórn kolanámanna
og sérfræðinganefndir, sem eru til aðstoðar stjórninni, og auk
þess veittur kostur á að hitta ýmsa forustumenn brezka Alþýðu-
flokksins, svo sem framkvæmdastjóra hans Morgan Philíjds, fyrr-
verandi formann lians, prófessor Harold Laski, sérfræðing hans
í utanríkismálum, Dennis Healey, og svo þingmenn hans, svo sem
Hugh Gaitskell, sem er fulltrúi Shimvells orkumálaráðherra í
neðri deildinni, og Gordon Walker, sem er éinn af helztu rithöf-
undum og fyrirlesurum flokksins um utanríkismál. Gestadeild
stofnúnarinnar hafði skipulagt allt þetta af hinni mestu prýði,
svo að tíminn nýttist ágætlega.
1 19 stígandi