Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 62
um svolítið af gullinu hans í staðinn. Drengurinn hikaði ekki;
hann reii strax — hvernig og með hvaða ráðum segir sagan ekki —
rnola af skíru gulli úr heila sér, eins stóran og hnetu, og fleygði
honum lneykinn í skaut móður sinnar. Síðan, blindaður af auð-
æfum þeim, er hann bar í höfði sér, örvita af ástríðum, ölvaður
af valdi sínu, yfirgaf hann hús föður síns, fór út í heiminn og
sóaði auðæfum sínum.
Hann lifði konunglega og jós fé sínu í allar áttir, svo að ætla
mátti auðæfi hans óþrjótandi.
Engu að síður fór að ganga á heila lians, og að sarna skapi dofn-
uðu augu hans, og hann varð kinnfiskasoginn. Snemma morgun
nokkurn eftir mikla drykkjuveizlu, er veslings ræfillinn hafði
verið skilinn einn eftir í morgunskímunni innan um leifar veizlu-
fanganna, varð hann skelfdur víð tilhugsunina um það mikla
skarð, er liann hafði höggvið í gullheila sinn; það var kominn tírni
til að láta staðar numið.
Eftir þetta lifði hann nýju lífi. Maðurinn með gullheilann fór
á brott til að lifa einn af arði erfiðis síns, feiminn og tortrygginn
eins og nirfill, sneiddi liann hjá freistingum og reyndi að gleyma
hinum hættulegu auðæfum, er hann vildi ekki snerta. Því miður
hafði vinur hans fylgt honum í einuveru hans og þessi vinur vissi
leyndarmálið. Eitt sinn um miðja nótt vaknaði veslings maður-
inn skyndilega við sársauka í höfðinu, ægilegan sársauka; hann
settist upp, skelfingu lostinn, og sá í tunglsljósinu vin sinn Itraða
sér burtu með eitthvað falið undir kápunni.
Enn eitt stykki úr heila lians horfið!
Stuttu síðar varð maðurinn með gullheilann ástfanginn, og í
þetta sinn var úti um hann. Hann elskaði af öllu hjarta litla, ljós-
hærða stúlku, sem vissulega elskaði hann líka, en elskaði þó enn
meir gerviblóm, hvítar fjaðrir og fallega litla rauða skúfa til að
skreyta skó sína með.
í höndum þessarrar snotru veru — sem líktist í senn smáfugli
og brúðu, hvarf gullið sem dögg fyrir sólu.
Hún hafði mætur á öllu og hann gat aldrei neitað henni um
neitt. Hann leyndi hana jafnvel, til að særa hana ekki, hinu dapra
leyndarmáli auðæfa sinna.
,,Svo að við erum voða rík?“ sagði hún oft.
„Já, voða rík!“ svaraði veslings maðurinn.
Og hann brosti ástúðlega til litlu dúfunnar sinnar, sem án þess
að vita það, nærðist á kostnað heila hans. Samt varð hann stund-
140 STÍGANDI