Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 32
því markmiði, sem ríkisvaldið heiir sett sér. Þess vegna er menn-
ingarlíf ekki sjálfstæður þáttur í þjóðlífi einræðisríkis, þess vegna
má menningarstarfsemi ekki vera frjáls að því að auðga líf ein-
staklingsins og efla þroska hans á þann hátt, er liann sjálfur telur
vænlegastan til J)ess, lieldur er henni sett ákveðið mark, það að
stuðla að því, að ríkisvaldið nái því takmarki, sem Jjað hefir sett
sér, — menning má ekki lengur vera mark í sjálfri sér, heldur
verður hún að vera í þjónustu ríkisvaldsins í þágu þess, sem það
telur Jrýðingarnreira og æðra.
Með tilliti til þessa hlaut svo að fara, að menningarkynning ein-
ræðisríkjanna yrði aðeins hluti af utanríkisstefnu þeiiTa almennt
og jafnframt hlutu Jrau, samkvæmt lífsskoðun sinni, að leitast
við að láta stjórnmála- og menningaráhrif sigla í kjölfar við-
skipta og fjárhagssamskipta. Reynslan af nazismanum í Þýzka-
landi varð t. d. Jressi. Hin glæsilega Jaýzka menning var tekin í
þjónustu hans. Hún var kynnt erlendis sem liður í utanríkisstefnu
nazistastjórnarinnar, og hvarvetna var leitazt við að láta þýzka
menningu, mótaða af nazismanum, sigla í kjölfar aukinna við-
skiptaáhrifa og jafnframt reynt að láta Jrau sigia í kjölfar hennar,
Jrarsem skilyrði voru til slíks. Þetta varð að sjálfsögðu til þess, að
þýzkri menningu hnignaði á valdatímum nazismans, auk þess
sem hún einangraðist, og kynningastarfsemin erlendis bar ekki
eins rnikinn árangur og ella, Jrar eð henni var blandað saman við
stjórnmálaáróður. Af liálfu stjórnarvalda Þýzkalands var allt gert
til þess að tengja þýzka menningu og nazismann sem traustustum
böndum. Sumir urðu nazistar vegna slíkra Jrýzkra menningar-
áhrifa. Aðrir urðu fráhverfir þýzkri menningu, af því að þeir
höfðu óbeit á nazismanum. Hvorugir gerðu sér ljóst, að þeir urðu
þeirri lífsskoðun nazismans og allra einræðisstefna þessara tíma
að bráð, að menningarlífið eigi að vera þáttur í stjórnmálalífinu,
en ekki sjálfstæður liður Jrjóðlífsins, ásamt stjórnmálalífinu og
óháð því.
Það, sem mér hefir fundizt einna athyglisverðast við British
Council, er, að Joótt sú stofnun hafi að vissu leyti verið sett á fót
til höfuðs áróðurs- og kynningarstarfsemi, sem var beinlínis í
þjónustu ákveðinnar utanríkisstefnu og hafði sýnt, að gerði henni
mikið gagn, virðist þessi stofnun ekki hafa látið freistast til þess
að beita sömu aðferðum, hefir greint af hófsemi og smekkvísi
milli menningarkynna og stjórnmálastarfsemi og ekki rekið neins
1 1 () STÍGANDI