Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 116
Frönsku hjónin voru alvön fjallgöngum í Ölpunum og renndu
því hýrum augum til Herðubreiðar, sem nú var þó hulin þoku.
Vildu þau óvæg freista til uppgöngur á fjallið austanvert, þrátt
fyrir mótmæli okkar. Varð það því úr, að ég fór með þeim, og
klifum við upp snarbrattar hlíðar svo klukkustundum skipti. Fór-
um við hægt, því að hjónin töldu, að ekki rnætti ganga hraðar en
svo, að hjartað slægi eðlilega, en slægi það hraðar, þá kynni fjall-
göngumaðurinn ekki sitt „fag“. Sítrónur höfðum við í nesti, en
það töldu hjóriin ómissandi í fjallgöngum. Segir nú ekki af ferð-
um okkar upp fjallið, fyrr en við komum að gildragi einu, sem
við fylgdum nú um stund, þar til við komum að snarbrattri hjarn-
fönn, er lokaði leið okkar í bráðina. Settumst við þar niður og
hvíldum okkur um stund, áður en við freistuðum að klífa hærra.
Þá bar svo við, að grjót- og snjóskriða geystist ofan úr fjallshlíð-
inni og stefndi að okkur með ærnum krafti.
Sluppum við þó fyrir guðs mildi upp úr gilinu og forðuðum
okkur inn undir liamrabelti sem slútti yfir gilið á liægri hönd.
Sáturn við nú undir hömrunum um stund og horfðum yfir þoku-
hafið, sem grúfði yfir óbyggðunum. En skyndilega breytti auðnin
um svip. Þokunni var svipt frá eins og leiktjaldi, og við augum
blasti ein hin fegursta sýn, er ég hefi augum litið: Sléttan, með
kolsvörum hraunflákum og glitrandi jökulám lá fyrir fótum
okkar, en í fjarska glóðu mjallhvítir jöklar. Allt var baðað í sól-
skini og ljóma.
Yfir okkur slútti hamraveggurinn feiknahár. Og þarna sátum
við og dáðumst að náttúrunni. Skorti þá sízt franskar upphróp-
anir og handapat, sem tákna átti dýpstu hrifningu og sterkustu
undrun. Annars var okkar sameiginlega talmál bjöguð enska, sem
alltaf fór þó batnandi eftir því, sem lengra leið á ferðalagið.
Ekki þótti okkur árennilegt að halda áfrarn fjallgöngunni, og
lögðum við því af stað niður fjallið. Tókum við með okkur
nokkra laukasteinbrjóta, er við fundum undir hamraveggnum, en
sú harðgerða jurt vex þar víða í fjöllunum. Á leiðinni heirn að
tjaldinu komum við að lítilli tjörn, þar sem fannhvítir svanir
syntu. Var það yndislegur staður, eins og reyndar allt. þarna við
lindirnar.
Þeir faðir minn og Kjartan fögnuðu okkur með rjúkandi
krásum, sem við þáðum alls hugar fegin, því að fjallgöngur auka
lystina mjög. Við höfðum líka borðað nett um morguninn.
Gistum við nú þarna um nóttina, en daginn eftir héldum við
194 STÍGANDI