Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 92
Af öllum þeim fjallferðum, sem ég liefi farið, hafði ég í þessari
ferð bezt nesti, og annan útbúnað ágætan. Nú átti ég „prímus“
og þótti þægilegt að geta liitað kaffisopann inni í hlýju tjaldi.
En tjald hafði ég ævinlega í þessurn ferðum, þegar við vorum
tveir saman. Og fyrir þessa ferð smíðaði ég mér tjaldsúlur, sem
taka mátti sundur um miðjuna og binda í knippi utan á klyf á
hesti.
Klæðnaður okkar var þykkur og skjólgóður, en olíuföt áttum
við þó engin, en stórtreyjur okkar voru ágætar, svo að ferðafötin
dugðu okkur vel.
Við höfðunr tvö hross hver — og var það öll okkar hrossaeign
þá. En farangurinn var svo mikilL að við lröfðum báðir reiðing
á öðru hrossinu, einkum var heyið fyrirferðarmikið í flutningi.
Sigurður á Hlíðarenda liafði rauðblesótta lrryssu og rauðan
hest. Blesa var fremur smá vexti, en þrekin, lundgóð og lipur.
Hún var greið yfirferðar á skeiði og jafnvíg til allra starfa — og
hin bezta búmannseign. Rauður var þrekvaxinn, skapharður
orkuhestur og þolgóður í hverri raun. Ég man það vel, að Sig-
urður sagði, að Rauður hefði batnað í holdi í ferðinni, og var
hann þó í góðu standi, þegar við fórum.
Hrossin mín hétu Löpp og Sóti. Löpp var brún liryssa með
hvítan afturfót. Hún var gelgjulega vaxin og jafnan grannholda,
en gott reiðliross og tók stundunr nrjög góða skeiðspretti. Sóta
lrafði ég eignazt þá mjög nýlega. Hann var viðburða-eflingur, en
fremur latur. En engan traustari hest hefi ég átt um dagana en
Sóta. Þannig búnir lögðunr við Sigurður í þessa löngu og erfiðu
ferð.
Við lögðum af Stað skömnru fyrir lrádegi á föstudag. Það var
kyrrlátt veður, þoka í lofti og lítið norðanfar. Hægt og gætilega
lröldunr við upp dalinn, enda var flutningurinn á klyfjalrestun-
unr þannig, að ekki varð farið nenra lrægt.
Á Mýri áðum við um lrríð. Enn er mannmargt á Mýri. Fyrir
tíu árunr nrissti Jón Karlsson annan fótinn — og síðan stritar hann
á lrækjunr eða lélegum tréfæti. — En lrér uppi við barm öræfanna
býr hann sanrt farsælu rausnarbúi — með aðstoð ötulla sona og
ágætrar eiginkonu — og byggir og ræktar jörð sína, svo að lengi
mun í nrinnum haft.
Að áliðnunr degi lréldum við frá Mýri senr leið liggur suður
í .íshól, og áðunr þar unr stund í túnfætinum. Nýlega höfðu
margir bændur rekið lambær sínar hingað á sumarhaga. Og
170 STÍGANDl