Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 125
barinn, svo að ég vissi hvorki í þennan heinr né annan. Þegar ég
raknaði við, lá ég í rúminu. Eg æpti og ætlaði að hlaupast á brott,
og ég barðist við foreldra mína, sem reyndu að lralda mér niðri.
Ég var fárveikur og læknir 'var sóttur til mín — það sagði móðir
mín mér seinna — og liann fyrirskipaði, að ég' yrði látinn liggja
og hafa næði, líf mitt gæti verið í veði. Það var eins og eldur
brynni innan í mér. Ég gat ekki sofið, og ísbakstrar voru hafðir
við enni mér. Ég sá ofsjónir. Mér sýndust hvítir belgir hanga
niður úr loftinu, og ég var sískelfdur, vegna þess að mér fannst,
að þeir mundu þá og þegar springa og það, sem í þeim væri,
mundi fossa yfir mig. Ég bað foreldra mína í sífellu að taka
þessa belgi burtu, og skalf af hræðslu, af því að enginn virtist
sjá þá nema ég. Þegar ég var orðinn úrvinda, féll ég í órótt mók,
en ég æpti í svefninum, unz ég vaknaði á ný. Loks vann þó tím-
inn á sjúkleika mínum og ég varð heill heilsu. —
Hver atburður talaði sínu dularmáli. Og það var eins og nýjar
dyr að nýjum heimum lykjust upp fyrir mér daglega. Ég minnist
þess, hve hissa ég varð, er ég sá í fyrsta skipti tvo tröllstóra hesta,
skjótta að lit, brokka eftir veginum og þyrla upp rykskýjum.
Ég minntist þess, hvílíkur unaður gagntók mig við að horfa á
marglitt blómklæði sléttnnnar utan þorpsins bylgjast í sól-
blænum.
Ég minntist þess, hvernig það snart einhvern dularstreng í sál
minni að vaða berfættur í morgundögginni í garðinum lreima,
finna kælu lrennar á nöktum fótum mér og hrista hana ljúfsvala
úr limi trjánna yfir andlit mér.
Ég minnist hinnar óljósu ómæliskenndar, sent það vakti í hug
mér að standa á grænum, ávölum bökkunt Mississippis og horfa
í leirgulan lygnstraum hennar.
Mér er fyrir barnsminni köll \ illigæsanna, þrungin söknuði
og' heimþrá í senn, þar sent þær bar á suðurleið í oddfylking við
gráan hausthimin. Enn geyntir hjarta mitt þá angurværðarkennd,
sem angan brennandi valhnetutrés bar því.
Ég minnist þess, hve sú löngun gagntók mig að herma eftir
spörvunum, þar sem þeir léku listir sínar í ryki þjóðvegarins.
Og ég man, hve mig fýsti að vera þegn í ríki maúranna, þegar
ég virti þá fyrir mér, berandi bagga sína á einhverju ævintýraferða-
lagi.
Ég minnist andstyggðar þeirrar, sem hafði allan hug minn á
STÍGANDI 203